EpiEndo ætlar að sækja yfir 15 milljarða til að fjármagna frekari rannsóknir
![Stefán Pétursson fjármálastjóri EpiEndo og Finnur Einarsson rekstrarstjóri félagsins. EpiEndo var stofnað fyrir hartnær einum áratug af íslenskum lækni og ef fram fer sem horfir hefur frumlyf í þróun þess möguleika á að verða fyrsta bólgueyðandi lyfið í töfluformi sem hægt er að nota til langtímameðferðar við langvinnri lungnateppu.](https://www.visir.is/i/C9FD87D548AF7372221BCF64E124B0D07527E1BE559860417C0B9ABFA5ACD27B_713x0.jpg)
Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals, sem vinnur að þróun á lyfi í töfluformi gegn lungnaþembu, hefur samið við alþjóðlegan fjárfestingabanka til að sjá um stóra hlutafjáraukningu síðar á árinu þar sem félagið áformar að sækja sér fjármagn upp á vel á annan tug milljarða króna. Sú fjármögnun á að standa undir kostnaði við næsta fasa af klínískum rannsóknum fram til ársins 2028 en stjórnendur EpiEndo eru bjartsýnir á að félagið geti náð verulegri hlutdeild á markaði sem gæti verið verið árlega um 30 milljarðar Bandaríkjadala að stærð.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/640A9556249234DED4C61412717CBE700DB708E960C69451C9BF131FC5A3A7C9_308x200.jpg)
Tryggja sér fleiri hundruð milljónir í þróun lyfs við lungnaþembu
Íslenskt lyfjafyrirtæki sem vinnur að þróun lyfs við lungnaþembu lauk nýlega tveggja milljóna evra hlutafjáraukningu eða sem svarar til 275 milljóna króna.