Golf Frábær lokahringur hjá Ólafi | komst inn á úrtökumót PGA Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði frábærum árangri í dag þegar hann tryggði sér keppnisrétt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Ólafur lék lokahringinn á 67 höggum eða -3 og náði hann að koma sér í hóp 38 efstu sem komust áfram úr þessari forkeppni sem fram fór í Dallas. Hann lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum yfir pari vallar og endaði hann í 34. sæti af um 80 keppendum. Kylfingur.is greinir frá. Golf 21.9.2012 20:31 Ragnar Már lék frábært golf | Ísland er í fjórða sæti í Búlgaríu Íslenska piltalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 18 ára og yngri er í fjórða sæti að lonkum fyrsta keppnisdegi í undankeppni EM unglinga, European Boys Challenge Trophy. Mótið fer fram í Búlgaríu. Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem sigraði nýverið á Duke of York unglingamótinu lék á 4 höggum undir pari og er hann í efsta sæti í einstaklingskeppninni ásamt tveimur öðrum. Golf 21.9.2012 16:00 Norman segir að Tiger sé hræddur við McIlroy Kylfingurinn Rory McIlroy er ekkert sérstaklega ánægður með Ástralann Greg Norman sem heldur því fram að McIlroy hræði sjálfan Tiger Woods. Golf 20.9.2012 10:15 Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Golf 17.9.2012 12:30 Bjóst ekki við því að vinna Ragnar Már Garðarsson fékk frábærar móttökur þegar hann kom til landsins í gær sem nýrkrýndur meistari á einu sterkasta unglingagolfmóti heimsins. Golf 15.9.2012 07:00 Óvíst hvort Birgir Leifur kemst í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur lokið leik í dag á öðrum keppnisdegi á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fer í Kasakstan. Birgir lék á 71 höggi í dag eða 1 höggi undir pari og en hann lék á pari vallar í gær eða 72 höggum. Golf 14.9.2012 10:45 Andrew Bretaprins afhenti Ragnari bikarinn Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku öll á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Golf 13.9.2012 17:46 Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Golf 13.9.2012 16:05 Birgir Leifur lék á pari vallar í Kasakstan Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á pari vallar á fyrsta keppnisdegi á Áskorendamótaröð Evrópu í dag. Að þessu sinni er keppt í Kasakstan en Birgir er í 86.-101 sæti en alls eru 141 keppendur á mótinu. Birgir fékk skolla (+1) á 3., og 4. braut en hann náði þeim höggum til baka með fuglum (-1) á 9. gg 10. braut. Bandaríski kylfingurinn Peter Uhlein er efstur á -9 en hann lék á 63 höggum í dag. Golf 13.9.2012 13:59 Rory og ÓL í Ríó: Ekki viss hvort hann keppi fyrir Írland eða Bretland Norður-Írinn Rory McIlroy er ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann keppi undir fána Írlands eða Bretlands fari svo að hann taki þátt á ÓL 2014 í Ríó. Þá verður golf aftur orðin Ólympíuíþrótt. Golf 11.9.2012 13:00 Anna og Ragnar valin efnilegust í golfinu Lokahóf Golfsambands Íslands fór fram á laugardagskvöld í höfuðstöðum Eimskipafélags Íslands. Þar voru kylfingum á Eimskipsmótaröðinni, Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni veittir stigameistaratitlar og viðurkenningar fyrir árangurinn á mótaröðunum í sumar. Golf 10.9.2012 16:15 Enn einn sigurinn hjá McIllroy Kylfingurinn Rory McIllroy er sjóðheitur þessa dagana og búinn að vinna þrjú af síðustu fjórum mótum sem hann hefur tekið þátt í. Golf 10.9.2012 09:00 Reykjavíkurúrvalið sigraði örugglega Úrslit réðust í KMPG-bikarnum í golfi en þar mættust úrvalslið höfuðborgarinnar annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar. Golf 8.9.2012 20:59 Birgir Leifur í 62. sæti í Rússlandi Birgir Leifur er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn niðurskurðinn á móti í Rússlandi en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Golf 8.9.2012 12:40 Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn í Moskvu Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á móti í Áskorendamótaröðinni en mótið fer fram í Moskvu. Golf 7.9.2012 16:30 KPMG bikarinn: Höfuðborgarúrvalið með gott forskot eftir fyrstu umferð Fyrstu umferð í KPMG bikarnum í golfi er lokið en þar eigast við úrvalslið frá golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og úrvalslið landsbyggðarinnar. Í morgun var keppnisfyrirkomulagið betri bolti. Höfuðborgarúrvalið er með 4,5 vinninga eftir fyrstu umferðina gegn 1,5 vinningi landsbyggðarinnar. Golf 7.9.2012 15:23 Íslenska Ryder-keppnin Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder-keppni sem er á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkurúrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni. Golf 7.9.2012 06:00 Woods fyrstur yfir 100 milljónir dollara Tiger Woods varð í gær fyrsti maðurinn sem þénar yfir 100 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni bandarísku. Golf 4.9.2012 16:00 Tinna: Missti sjálfstraustið | bjartsýn eftir sigurinn á Símamótinu Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, sigraði á Símamótinu sem lauk í gær á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Þetta var fyrsti sigur Tinnu á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún hefur ekki náð sér almennilega á strik í keppnisgolfinu í sumar. Tinna vonast til þess að erfiðleikarnir séu nú að baki en hún mun á næstu mánuðum einbeita sér fyrir úrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna. Golf 3.9.2012 12:15 Einar Haukur er sáttur við sumarið | stórt próf bíður hans í Svíþjóð "Þetta var kannski gott fyrir mig að fara þrívegis í bráðabana um sigurinn,“ sagði Einar Haukur Óskarsson afrekskylfingur úr Keili eftir sigurinn á Símamótinu í Grafarholti í gær. Þetta er fyrsti sigur Einars á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hann hefur einu sinni áður sigrað á Eimskipsmótaröðinni. Einar Haukur stefnir á að komast í atvinnumennsku í haust en hann endaði í fjórða sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Golf 3.9.2012 10:45 190 metra upphafshögg beint ofan í Gunnar Páll Þórisson úr GKG fór holu í höggi á 6. holunni á lokahringnum á Símamótinu í golfi en leikið er í Grafarholti í dag. Greint er frá þessu á vefsíðunni Kylfingur.is. Golf 2.9.2012 21:00 Signý: Heiður að vinna stigameistaratitilinn "Það er heiður að vinna stigameistaratitilinn og sýnir að ég var stöðug í keppnisgolfinu í sumar,“ sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinn í golfi í dag á Grafarholtsvelli. Signý endaði í þriðja sæti á Símamótinu sem lauk í dag en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni á þessu tímabili. Golf 2.9.2012 18:25 Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. Golf 2.9.2012 18:07 Einar Haukur vann lokamótið | Hlynur Geir stigameistari Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Símamótinu sem lauk í dag en mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í golfi í ár. Golf 2.9.2012 17:22 Signý tryggði sér stigameistaratitilinn Signý Arnórsdóttir úr Keili tryggði sér í dag stigameistaratitilinn í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Golf 2.9.2012 15:19 Tinna hafði sigur í Grafarholtinu Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði kvennaflokki á Símamótinu í golfi en keppt var í Grafarholti. Mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 2.9.2012 14:53 Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun. Golf 1.9.2012 19:13 Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Golf 1.9.2012 13:39 Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Golf 1.9.2012 12:43 Barist um stigameistaratitilinn Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, hófst í morgun á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Góð þátttaka er í mótinu og ellefu af alls tuttugu efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Golf 1.9.2012 06:00 « ‹ 125 126 127 128 129 130 131 132 133 … 178 ›
Frábær lokahringur hjá Ólafi | komst inn á úrtökumót PGA Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði frábærum árangri í dag þegar hann tryggði sér keppnisrétt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Ólafur lék lokahringinn á 67 höggum eða -3 og náði hann að koma sér í hóp 38 efstu sem komust áfram úr þessari forkeppni sem fram fór í Dallas. Hann lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum yfir pari vallar og endaði hann í 34. sæti af um 80 keppendum. Kylfingur.is greinir frá. Golf 21.9.2012 20:31
Ragnar Már lék frábært golf | Ísland er í fjórða sæti í Búlgaríu Íslenska piltalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 18 ára og yngri er í fjórða sæti að lonkum fyrsta keppnisdegi í undankeppni EM unglinga, European Boys Challenge Trophy. Mótið fer fram í Búlgaríu. Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem sigraði nýverið á Duke of York unglingamótinu lék á 4 höggum undir pari og er hann í efsta sæti í einstaklingskeppninni ásamt tveimur öðrum. Golf 21.9.2012 16:00
Norman segir að Tiger sé hræddur við McIlroy Kylfingurinn Rory McIlroy er ekkert sérstaklega ánægður með Ástralann Greg Norman sem heldur því fram að McIlroy hræði sjálfan Tiger Woods. Golf 20.9.2012 10:15
Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Golf 17.9.2012 12:30
Bjóst ekki við því að vinna Ragnar Már Garðarsson fékk frábærar móttökur þegar hann kom til landsins í gær sem nýrkrýndur meistari á einu sterkasta unglingagolfmóti heimsins. Golf 15.9.2012 07:00
Óvíst hvort Birgir Leifur kemst í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur lokið leik í dag á öðrum keppnisdegi á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fer í Kasakstan. Birgir lék á 71 höggi í dag eða 1 höggi undir pari og en hann lék á pari vallar í gær eða 72 höggum. Golf 14.9.2012 10:45
Andrew Bretaprins afhenti Ragnari bikarinn Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku öll á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Golf 13.9.2012 17:46
Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Golf 13.9.2012 16:05
Birgir Leifur lék á pari vallar í Kasakstan Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á pari vallar á fyrsta keppnisdegi á Áskorendamótaröð Evrópu í dag. Að þessu sinni er keppt í Kasakstan en Birgir er í 86.-101 sæti en alls eru 141 keppendur á mótinu. Birgir fékk skolla (+1) á 3., og 4. braut en hann náði þeim höggum til baka með fuglum (-1) á 9. gg 10. braut. Bandaríski kylfingurinn Peter Uhlein er efstur á -9 en hann lék á 63 höggum í dag. Golf 13.9.2012 13:59
Rory og ÓL í Ríó: Ekki viss hvort hann keppi fyrir Írland eða Bretland Norður-Írinn Rory McIlroy er ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann keppi undir fána Írlands eða Bretlands fari svo að hann taki þátt á ÓL 2014 í Ríó. Þá verður golf aftur orðin Ólympíuíþrótt. Golf 11.9.2012 13:00
Anna og Ragnar valin efnilegust í golfinu Lokahóf Golfsambands Íslands fór fram á laugardagskvöld í höfuðstöðum Eimskipafélags Íslands. Þar voru kylfingum á Eimskipsmótaröðinni, Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni veittir stigameistaratitlar og viðurkenningar fyrir árangurinn á mótaröðunum í sumar. Golf 10.9.2012 16:15
Enn einn sigurinn hjá McIllroy Kylfingurinn Rory McIllroy er sjóðheitur þessa dagana og búinn að vinna þrjú af síðustu fjórum mótum sem hann hefur tekið þátt í. Golf 10.9.2012 09:00
Reykjavíkurúrvalið sigraði örugglega Úrslit réðust í KMPG-bikarnum í golfi en þar mættust úrvalslið höfuðborgarinnar annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar. Golf 8.9.2012 20:59
Birgir Leifur í 62. sæti í Rússlandi Birgir Leifur er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn niðurskurðinn á móti í Rússlandi en það er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Golf 8.9.2012 12:40
Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn í Moskvu Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á móti í Áskorendamótaröðinni en mótið fer fram í Moskvu. Golf 7.9.2012 16:30
KPMG bikarinn: Höfuðborgarúrvalið með gott forskot eftir fyrstu umferð Fyrstu umferð í KPMG bikarnum í golfi er lokið en þar eigast við úrvalslið frá golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og úrvalslið landsbyggðarinnar. Í morgun var keppnisfyrirkomulagið betri bolti. Höfuðborgarúrvalið er með 4,5 vinninga eftir fyrstu umferðina gegn 1,5 vinningi landsbyggðarinnar. Golf 7.9.2012 15:23
Íslenska Ryder-keppnin Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder-keppni sem er á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkurúrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni. Golf 7.9.2012 06:00
Woods fyrstur yfir 100 milljónir dollara Tiger Woods varð í gær fyrsti maðurinn sem þénar yfir 100 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni bandarísku. Golf 4.9.2012 16:00
Tinna: Missti sjálfstraustið | bjartsýn eftir sigurinn á Símamótinu Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, sigraði á Símamótinu sem lauk í gær á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Þetta var fyrsti sigur Tinnu á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún hefur ekki náð sér almennilega á strik í keppnisgolfinu í sumar. Tinna vonast til þess að erfiðleikarnir séu nú að baki en hún mun á næstu mánuðum einbeita sér fyrir úrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna. Golf 3.9.2012 12:15
Einar Haukur er sáttur við sumarið | stórt próf bíður hans í Svíþjóð "Þetta var kannski gott fyrir mig að fara þrívegis í bráðabana um sigurinn,“ sagði Einar Haukur Óskarsson afrekskylfingur úr Keili eftir sigurinn á Símamótinu í Grafarholti í gær. Þetta er fyrsti sigur Einars á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hann hefur einu sinni áður sigrað á Eimskipsmótaröðinni. Einar Haukur stefnir á að komast í atvinnumennsku í haust en hann endaði í fjórða sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Golf 3.9.2012 10:45
190 metra upphafshögg beint ofan í Gunnar Páll Þórisson úr GKG fór holu í höggi á 6. holunni á lokahringnum á Símamótinu í golfi en leikið er í Grafarholti í dag. Greint er frá þessu á vefsíðunni Kylfingur.is. Golf 2.9.2012 21:00
Signý: Heiður að vinna stigameistaratitilinn "Það er heiður að vinna stigameistaratitilinn og sýnir að ég var stöðug í keppnisgolfinu í sumar,“ sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinn í golfi í dag á Grafarholtsvelli. Signý endaði í þriðja sæti á Símamótinu sem lauk í dag en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni á þessu tímabili. Golf 2.9.2012 18:25
Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. Golf 2.9.2012 18:07
Einar Haukur vann lokamótið | Hlynur Geir stigameistari Einar Haukur Óskarsson úr Keili lagði Kristján Þór Einarsson úr Keili í bráðabana um sigurinn í karlaflokki á Símamótinu sem lauk í dag en mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í golfi í ár. Golf 2.9.2012 17:22
Signý tryggði sér stigameistaratitilinn Signý Arnórsdóttir úr Keili tryggði sér í dag stigameistaratitilinn í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Golf 2.9.2012 15:19
Tinna hafði sigur í Grafarholtinu Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði kvennaflokki á Símamótinu í golfi en keppt var í Grafarholti. Mótið var það síðasta á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 2.9.2012 14:53
Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun. Golf 1.9.2012 19:13
Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Golf 1.9.2012 13:39
Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Golf 1.9.2012 12:43
Barist um stigameistaratitilinn Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, hófst í morgun á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Góð þátttaka er í mótinu og ellefu af alls tuttugu efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Golf 1.9.2012 06:00