Topparnir saman í ráshóp á US Open Þorgils Jónsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Tiger og Rory verða í ráshóp með Adam Scott fyrstu tvo hringina á US Open sem hefst í dag. Nordicphotos/AFP Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrír efstu menn heimslistans, þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott, verða saman í ráshóp á fyrstu tveimur hringjunum á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið á hinum fornfræga Merion-velli í Pennsylvaníu. Fyrir fram beinast flestra augu að sjálfsögðu að Tiger Woods, sem hefur ekki unnið risamót í rétt fimm ár, eftir magnaðan sigur á US Open á Torrey Pines. Hann hafði þá verið nær alráður í tæpan áratug þar sem hann sigraði á þrettán af 27 risamótum, frá PGA-meistaramótinu 1999. Þar áður hafði hann sigrað á Masters árið 1997. Tiger er því enn að elta met Jacks Nicklaus yfir flesta sigra á risamótum, með fjórtán á móti átján sigrum Nicklaus. McIlroy og Scott eru líka með risatitla á sínum ferilsskrám. Scott varð hlutskarpastur á Masters nú í vor og Rory sigraði á US Open árið 2011 og PGA-meistaramótinu í fyrra. Þó er hætt við því að veðrið verði senuþjófurinn því að miklar rigningar hafa verið á vellinum og við hann síðustu daga. Í dag er svo spáð gríðarlegu úrhelli sem gæti sett allt úr skorðum. Völlurinn ætti þó almennt séð að henta best þeim kylfingum sem eru nákvæmastir í aðgerðum sínum. Völlurinn er stuttur en karginn er varasamur og flatirnar illviðráðanlegar.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira