Gagnrýni

Frelsari fæddur?

Rapparinn Ramses, „Strákurinn úr hverfinu“, með fína frumsmíð. Taktarnir grúva vel og Ramses hefur fínt flæði. Hann á líka góða spretti í textunum.

Gagnrýni

Eins og blámálaður Berndsen

Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Myndin er litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð.

Gagnrýni

Skollaleikur sannleikans

Frábær sýning! Elsku barn er áleitin sýning og myndi alls ekki spilla fyrir að bjóða upp á umræður á eftir, fyrir til dæmis menntaskólahópa eða aðra sem áhuga hafa á að ræða sannleika sannleikans og greiningarbrjálæði nútímans.

Gagnrýni

Fínasta afþreying

Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna. Hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.

Gagnrýni

Hornreka á Króknum

Rokland ber Marteini Þórssyni talsvert betra vitni sem leikstjóra en handritshöfundi. Gloppótt handrit hleypir loftinu úr Roklandi og kemur í veg fyrir að það fari á flug.

Gagnrýni

Ótrúleg ósvífni

Áhorfendur Klovn: The Movie ættu að skilja blygðunarkenndina eftir heima. Hún svíkur ekki aðdáendur dönsku grínistanna.

Gagnrýni

Enginn brosir líkt og Ég

Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðupopp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum.

Gagnrýni

Þrumuguð kemst til manns

Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Allt góða efnið úr goðafræðinni notað í nútímalegri sögu.

Gagnrýni

Nútíma pennavinir

Sögurnar í Geislaþráðum eru misgrípandi, í þeim bestu, eins og titilsögunni, tekst að skapa persónum sannfærandi rödd og láta hinn tiltölulega knappa texta tölvupóstanna gefa í skyn undirtexta sem er flóknari og margræðari.

Gagnrýni

Slægur fer gaur

Alexander Briem fer á kostum í aðalhlutverkinu í Gaurangangi. Vel gerð kvikmynd fyrir ungt fólk sem fangar stemningu bókarinnar.

Gagnrýni

Hreinskilið uppgjör

Árni og Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hreinskilnasta framlag íslensks stjórnmálamanns til uppgjörsins eftir hrun.

Gagnrýni

Eitthvað sem við vissum ekki

Ljósmyndir og ljóð draga upp óvæntar og heillandi svipmyndir af þekktum listamönnum og persónum í samfélaginu. Forvitnileg bók sem maður sækir í aftur og aftur.

Gagnrýni

Eins og hver annar strákur

Heimanfylgja er þegar best lætur mögnuð lýsing á andrúmslofti sautjándu aldar á Íslandi en aðalpersónan sjálf hverfur stundum í skuggann.

Gagnrýni

Sinfónía í búri

Á aðventutónleikum Sinfóníunnar var yfirleitt fínn hljómsveitarleikur en söngurinn kom misjafnlega út.

Gagnrýni