Frábær lagasmiður sem á nóg inni Trausti Júlíusson skrifar 17. ágúst 2011 10:00 Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Winter Sun. Snorri Helgason. Snorri Helgason vakti fyrst athygli sem einn af söngvurum og lagasmiðum Sprengjuhallarinnar en eftir að hún hætti störfum sneri hann sér að sólóferli. Fyrsta platan hans, I'm Gonna Put My Name On Your Door sem kom út árið 2009, fékk fínar móttökur og festi hann í sessi sem lagasmið og nú er önnur platan komin út. Winter Sun er um margt áþekk fyrri plötunni. Lagasmíðarnar eru vandaðar og útpældar og yfirbragðið er mjúkt og þægilegt. Það sem gerir nýju plötuna hins vegar meira spennandi en þá fyrri er útsetningarnar. Það var Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang sem stjórnaði upptökunum. Eins og hann hefur margsýnt á sínum eigin plötum er Sindri snillingur í hljóðverinu – bæði hugmyndaríkur og næmur á flottan hljóm. Snorri og Vetrarsólin hans njóta góðs af því. Ýmis smáatriði setja svip sinn á lögin og gefa plötunni karakter. Bergmálshljómurinn í Boredom er dæmi um svona smáatriði, píanóleikurinn í Winter Sun # 2 er annað dæmi, hljóðeffektarnir í Caroline Knows eru enn eitt dæmið og það sama má segja um bakraddirnar í smáskífulaginu River. Raddútsetningarnar á plötunni eru reyndar allar mjög vel heppnaðar. Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa. Niðurstaða: Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira