
Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

„Minn tími er ekki búinn“
Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum.

Eldri kjósendur hallast að Katrínu
Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða.

Dyravörður á Hax handtekinn
Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera.

Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti varð á Reykjanesi um klukkan tíu í morgun og fannst hann á höfuðborgarsvæðinu. Skálftinn var 3,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Náttúruvárvakt Veðurstofu íslands.

Bjarni býður til fundar
Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins.

Alls 42 andmælt ástandsskoðunum NTÍ í Grindavík
Alls hafa 42 sent inn andmæli vegna matsgerðar Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Alls hafa borist 495 tilkynningar til NTÍ þannig um er að ræða um 8,5 prósent tilkynninga.

Segir útséð um hvalveiðar í sumar
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa.

Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs
Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda.

Starfsmaður á skemmtistað grunaður um líkamsárás
Starfsmaður á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Horfa til þess að leigja húsin sem þau selja í Grindavík
Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist vita til þess að íbúar bæjarins horfi til þess að geta jafnvel leigt húsin sín aftur þrátt fyrir að þeir selji þau ríkinu. Gengið var frá fyrstu kaupsamningunum um íbúðarhúsnæði í Grindavík í dag.

Safnar undirskriftum gegn foreldrum
Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.

Að óbreyttu endi málið með lögsóknum
Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Hafa sterkar skoðanir á hrókeringum og nýrri ríkisstjórn
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar fór fram í morgun. Þjóðin hefur eitt og annað við breytingarnar að athuga og flestir sem fréttastofa ræddi við voru ófeimnir við að segja sína skoðun á málunum.

Kviknaði í rafhlaupahjóli í Breiðholti
Eldur kviknaði í rafhlaupahjóli í sameign í blokk í Bakkahverfi í Breiðholti nú í kvöld. Mikill reykur hlaust af brunanum og þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta sameignina.

Almannavarnir greiða umframorkunotkun í Grindavík
Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir.

Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn
Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku.

Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt
Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu.

Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó
Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss.

Gosið helst stöðugt og landris heldur áfram
Eldgos sem hófst í Sundhnúksgígsröðinni þann 16. mars síðastliðinn helst enn stöðugt og hefur landris í Svartsengi haldið áfram á svipuðum hraða síðan í byrjun apríl.

Snjóflóðið reyndist vera stór skafl
Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis.

Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög.

Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna
Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann.

Sara Lind settur orkumálastjóri í kosningabaráttunni
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur nú sett Söru Lind Guðbergsdóttur tímabundið í embætti orkumálastjóra fram til 2. júní. 2024. Þetta er gert vegna óskar Höllu Hrundar Logadóttur um að taka sér tímabundið leyfi frá embætti vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands.

Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga
Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa.

Málið sé afgreitt og þar við sitji
Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji.

Nýr matvælaráðherra telur ekki tilefni til að breyta búvörulögum
Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á nýsamþykkt búvörulög, málið sé afgreitt og þar við sitji.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný
Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag.

Örvæntingaróp frá sautján ára dreng í felum
Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir sautján ára dreng í gær en það fylgdi ekki sögunni að líklega stendur til að vísa honum af landi brott. Hann er í felum.

Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli
Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar.