Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar þeirra skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd.

Innlent

Að­stand­endur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst

Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF.

Innlent

Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn

Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það.

Innlent

Fangelsiskerfið ekki rekið með skil­virkni eða árangri

Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fósturforeldra tólf ára gamals drengs frá Palestínu sem nýverið fékk synjun á vernd hér á landi og stendur til að senda til Grikklands.

Innlent

„Lúmskar“ skattbreytingar hafa á­hrif á jóla­gjafir

Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst.

Innlent

Þetta eru sigur­vegarar ársins

Íslendingar unnu marga frækna sigra á árinu, saman og hver í sínu lagi. Í þessum fyrsta annál fréttastofunnar fyrir árið 2023 beinum við sjónum okkar að téðum sigrum; stórum, smáum og allt þar á milli.

Innlent

Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi

Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra.

Innlent

Úlf­úð í ís­lensku skáksamfélagi

Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla.

Innlent

Jóla­ljósin tendruð á Oslóartrénu

Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni.

Innlent

For­maður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorg­legt

Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega.

Innlent

Gæti um­bylt kenningum um myndun reiki­stjarna

Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Særður eftir stunguárás í mið­bænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.

Innlent

Mál Eddu hljóti að vera eins­dæmi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær.

Innlent