Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. Innlent 12.2.2025 14:58 Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Innlent 12.2.2025 14:04 Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Innlent 12.2.2025 13:16 Ráðherra braut ekki lög Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Innlent 12.2.2025 13:07 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. Innlent 12.2.2025 12:14 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Innlent 12.2.2025 12:07 Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Innlent 12.2.2025 12:02 Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12.2.2025 12:00 Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Í hádegisfréttum fjöllum við um kennaradeiluna en nú fyrir hádegi hófst fundur í Karphúsinu. Innlent 12.2.2025 11:40 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Innlent 12.2.2025 11:25 „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ „Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Innlent 12.2.2025 10:28 Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Innlent 12.2.2025 10:02 Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Innlent 12.2.2025 09:00 Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur vísað frá máli Búseta sem kærði ákvörðun byggingafulltrúa í Reykjavík um að synja kröfu um stöðvun framkvæmda að Álfabakka 2. Innlent 12.2.2025 06:41 Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Lögreglu bárust tilkynningar um sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í flestum tilvikum voru meiðsl minniháttar og málið afgreitt á vettvangi. Innlent 12.2.2025 06:21 Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Innlent 11.2.2025 22:50 Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11.2.2025 22:35 Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11.2.2025 22:01 Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær. Innlent 11.2.2025 21:01 Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Innlent 11.2.2025 21:00 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. Innlent 11.2.2025 20:30 Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Innlent 11.2.2025 20:02 Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp. Innlent 11.2.2025 19:22 Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Innlent 11.2.2025 19:00 „Réttlæti er svakalega dýrt“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Innlent 11.2.2025 19:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Innlent 11.2.2025 18:34 Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið. Innlent 11.2.2025 18:02 „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Innlent 11.2.2025 17:20 Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Innlent 11.2.2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Innlent 11.2.2025 16:23 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
„Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. Innlent 12.2.2025 14:58
Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Innlent 12.2.2025 14:04
Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Innlent 12.2.2025 13:16
Ráðherra braut ekki lög Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Innlent 12.2.2025 13:07
Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. Innlent 12.2.2025 12:14
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Innlent 12.2.2025 12:07
Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Innlent 12.2.2025 12:02
Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Vísir greindi frá ráðningu hans á dögunum. Innlent 12.2.2025 12:00
Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Í hádegisfréttum fjöllum við um kennaradeiluna en nú fyrir hádegi hófst fundur í Karphúsinu. Innlent 12.2.2025 11:40
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Innlent 12.2.2025 11:25
„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ „Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Innlent 12.2.2025 10:28
Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Innlent 12.2.2025 10:02
Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Innlent 12.2.2025 09:00
Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur vísað frá máli Búseta sem kærði ákvörðun byggingafulltrúa í Reykjavík um að synja kröfu um stöðvun framkvæmda að Álfabakka 2. Innlent 12.2.2025 06:41
Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Lögreglu bárust tilkynningar um sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í flestum tilvikum voru meiðsl minniháttar og málið afgreitt á vettvangi. Innlent 12.2.2025 06:21
Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Innlent 11.2.2025 22:50
Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11.2.2025 22:35
Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 11.2.2025 22:01
Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær. Innlent 11.2.2025 21:01
Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Innlent 11.2.2025 21:00
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. Innlent 11.2.2025 20:30
Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Innlent 11.2.2025 20:02
Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp. Innlent 11.2.2025 19:22
Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Innlent 11.2.2025 19:00
„Réttlæti er svakalega dýrt“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Innlent 11.2.2025 19:00
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Innlent 11.2.2025 18:34
Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið. Innlent 11.2.2025 18:02
„Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Innlent 11.2.2025 17:20
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Innlent 11.2.2025 17:04
Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Innlent 11.2.2025 16:23