Innlent

Bjarni vill taka daginn snemma

Ákveðið hefur verið að reglulegir þriðjudagsfundir ríkisstjórnar skulu hefjast fyrr um morguninn en verið hefur síðustu ár. Fundirnir hefjast nú 8:15, en í forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur var þumalputtareglan sú að þriðjudagsfundirnir hæfust klukkan 9:30.

Innlent

Furðar sig á á­virðingum vegna kaupa á vínar­brauði

Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn.

Innlent

Tvö mann­dráp á skömmum tíma

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglu á meintu manndrápi í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Lögregla hefur að mestu lokið vettnvangsrannsókn.

Innlent

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Innlent

Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana

Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær.

Innlent

Tíðni mann­drápa í takt við fjölgun mann­fjölda

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra.

Innlent

Segja valda­rán framið og kirkju að­vent­ista klofna

Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi.

Innlent

Biðst af­sökunar á að hafa kallað skemmdar­varginn „fífl“

Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“.

Innlent

Segja bar­áttuna bara rétt að hefjast

Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það.

Innlent

Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína

Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn.

Innlent

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent

Mikil­vægt skref en megi gera betur

Öryrkjar munu hafa meira svigrúm til að afla sér tekna án þess að lífeyrir verði skertur nái frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga. Varaformaður ÖBÍ segir þetta mikilvægt skref en að gera megi betur.

Innlent

Katrín og Baldur takast enn á um for­ystuna

Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu.

Innlent

Bæjar­stjórn fundaði með Þór­kötlu

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum.

Innlent

Vonast til að af­greiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögu­legt er

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum.

Innlent

Tveimur sleppt úr haldi á Suður­landi

Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina.

Innlent

Átta hundrað milljóna af­gangur í Hafnar­firði

Hafnarfjarðarbær skilaði 808 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í dag þegar ársreikningur sveitarfélagsins var lagður þar fram. Ári áður var rekstrarafgangurinn 890 milljónir.

Innlent