Erlent

Gangast loks við því að útvega Rússum dróna

Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Erlent

Sanna braut engar reglur með djamminu

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu.

Erlent

Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku

Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands.

Erlent

Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps

Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu.

Erlent

Barns­hafandi kona stungin til bana í Dan­mörku

Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi.

Erlent

Imran Khan særður eftir skotárás

Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, særðist eftir að árásarmaður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad í dag. Aðrir stjórnmálamenn úr flokki Khans eru sagðir hafa særst í árásinni og einn þeirra er dáinn.

Erlent

Hyggjast sekta skólastarfsmenn fyrir þátttöku í verkfallsaðgerðum

Ríkisstjóri Ontario í Kanada hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frumvarp sem stjórnvöld hafa kynnt til sögunnar, sem kveður á um að stuðningsstarfsfólk í skólum geti átt á hættu að verða sektað um 4 þúsund Kanadadollara á dag, 430 þúsund krónur, fyrir að taka þátt í verkfallsaðgerðum.

Erlent

Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda.

Erlent

Rússar hættir við að hætta við

Rússar hættu í gær við að hætta við þátttöku í samningi sem náðst hafði um öruggan flutning kornvöru frá Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gær að Rússar hefðu verið fullvissaðir um að „kornhliðið“ yrði ekki notað til að gera árásir á rússneska flotann.

Erlent

Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu

Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Erlent

Dramatísk endur­koma Netanja­hú á loka­metrunum

Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 

Erlent

Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi

Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári.

Erlent

Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna

Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu.

Erlent