Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 19:56 Justin Mohn, eftir að hann var handtekinn í gær. AP Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“ Bandaríkin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“
Bandaríkin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira