Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 10:52 Neel segist sannfærður um að það hafi átt þátt í ákvörðun NYU Langone að endurráða Masoud að nærri 100 þúsund undirskriftir söfnuðust honum til stuðnings. Getty/Noam Galai Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Aðeins síðarnefndi var endurráðinn og hefur fyrrnefndi höfðað mál gegn vinnustaðnum. Dr. Benjamin Neel er sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, prófessor við New York University og yfirmaður krabbameinsdeildar heilbrigðisstofnunarinnar NYU Langone. Honum var sagt upp hjá NYU Langone í fyrra fyrir að deila samfélagsmiðlum til stuðnings Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn en í sumum tilfellum var um að ræða skopmyndir þar sem hæðst var að Aröbum. Kollegi hans við NYU Langone, ungur nýlæknir, var einnig látinn taka poka sinn vegna samfélagsmiðlafærslna um átökin á Gasa en hann var á öndverðum meiði og varði árásir Hamas; sagði þær þátt í frelsun Palestínumanna og hrekja landtökumenn á brott. Neel hefur nú höfðað mál gegn NYU Langone en í gögnum málsins segir meðal annars að svo virðist sem kolleginn, Dr. Zaki Masoud, hafi fengið starfið sitt aftur en ekki Neel. Auk þess að snúast um mismunun á grundvelli ólíkra skoðana varðar málið einnig rétt einstaklinga til að tjá sig á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Samkvæmt lögum í New York er bannað að segja mönnum upp fyrir að stunda „löglega frístundariðkun“ en notkun samfélagsmiðla er ekki nefnd sérstaklega. Lögmenn NYU Langone vilja meina að samfélagsmiðlar falli ekki undir umrætt lagaákvæði en auk þess hafi Neel ekki verið látinn fara vegna notkunar sinna á samfélagsmiðlum heldur efnisinnishalds færslanna sem hann deildi. Auk þess að deila skopmyndum af Aröbum deildi hann færslum þar sem það var dregið í efa að tveggja ríkja lausn væri möguleg á meðan Hamas-samtökin væru til. Neel segir notkun sína á samfélagsmiðlum hins vegar klárlega falla undir „löglega frístundaiðkun“ og þá sé stuðningur hans við Ísrael órjúfanlegur þáttur af trúarlegri sannfæringu hans sem gyðingur. Þannig hafi ákvörðunin um að reka hann falið í sér mismunun á grundvelli trúar. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira