Fótbolti

Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð

Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti

Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni

Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmark Stockport í 1-3 sigri gegn Wycombe í lokaumferð League One deildarinnar á Englandi. Með sigrinum tryggði Stockport sér þriðja sæti deildarinnar, framundan er umspil um sæti í Championship deildinni. 

Enski boltinn