Fótbolti

Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sæ­vars

Íslendingaliðin Lille og Brann áttust við í Evrópudeildinni í fótbolta. Lille vann 2-1 sigur þökk sé skallamarki Olivier Giroud seint í leiknum en Sævar Atli Magnússon komst á blað hjá Brann á meðan Hákon Arnar Haraldsson leiddi sína menn til leiks.

Fótbolti

Sér­fræðingur á­nægður með Frey sem vill ís­lenska geð­veiki

Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK.

Fótbolti

Hve­nær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd?

Þó að liðnar séu rúmar þrjár vikur síðan belgíski markvörðurinn Senne Lammens gekk í raðir Manchester United, á lokadegi félagaskiptagluggans, bíður hann enn eftir fyrsta tækifærinu til að sýna sig og sanna í búningi félagsins.

Enski boltinn

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti