Fótbolti

Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“

Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans.

Fótbolti

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna

Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Fótbolti

Guð­rún kveður Rosengård

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er á tímamótum því hún tilkynnti í morgun að hún væri að yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård.

Fótbolti

Jota í frægðar­höll Úlfanna

Wolverhampton Wanderers hafa ákveðið að heiðra minningu Diogo Jota með því að bæta leikmanninum heitna í frægðarhöll félagsins en Jota hóf feril sinn á Englandi með Úlfunum 2017.

Fótbolti

Jón Páll að­stoðar Einar

Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

Íslenski boltinn

„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“

Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær.

Fótbolti