

Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.
Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð.
Líkt og hjá Meistaradeildinni og Evrópudeildinni þá var einnig dregið í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag.
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að nýta fáar mínútur í treyju Real Sociedad á Spáni vel. Orri skoraði síðasta mark liðsins í 5-2 sigri á Midtjylland í Evrópudeildinni í gærkvöld, sjö mínútum eftir að hafa komið af bekknum.
Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin.
Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins.
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA.
Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins.
Víkingar eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í seinni leiknum á móti gríska liðinu Panathinaikos í Aþenu í gær.
Lionel Messi fékk óvenjulega beiðni eftir 1-0 sigur Inter Miami á Sporting Kansas City á miðvikudagskvöldið.
„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.
Real Sociedad er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og rak síðasta naglann í kistu Dananna.
Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.
Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
Arnór Smárason mun segja starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val lausu um næstu mánaðarmót. Ástæðan eru flutningar til Svíþjóðar. Hann mun hins vegar starfa áfram sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins.
Víkingur mætir Panathinaikos ytra í síðari leik liðanna í umpili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Til að koma leikmönnum liðsins í gírinn fengu þeir fallegar kveðjur að heiman.
Lið KA í Bestu deild karla í knattspyrnu er í leit að markverði og horfir nú til FH þar sem Sindri Kristinn Ólafsson er kominn á bekkinn.
Kylian Mbappé náði merkum áfanga þegar hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 3-1 sigri á Manchester City í seinni leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.
Þrátt fyrir metinnkomu hjá Arsenal þá var enska úrvalsdeildarfélagið rekið með miklum halla á síðasta fjárhagsári.
Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks.
Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023.
Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.
Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar.
Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi?
Nú er ljóst hvaða lið spila í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin inn á Vísi.
Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar.