Fótbolti

Tyrkir sigurvissir fyrir kvöldið

Stuðningsmenn Tyrklands eru sigurvissir fyrir leik kvöldsins við Ísland í Þjóðadeild karla í fótbolta. Stefán Árni Pálsson tók fólk tali við völlinn í Izmir.

Fótbolti

Vildi fara frá Liverpool

Írski mark­vörðurinn Ca­oim­hin Kelleher, leik­maður Liver­pool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðal­mar­k­vörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brott­hvarfi hans frá fé­laginu og segir Írinn að á­kvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum.

Fótbolti

Gary Martin kveður Ís­land: „Takk fyrir mig“

Komið er að tíma­mótum á ferli enska sóknar­mannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orð­stír nær ó­slitið frá árinu 2010. Eng­lendingurinn er á leið heim eftir far­sælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjart­næmri færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Íslenski boltinn

Skandall og ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta

Björg­vin Karl Gunnars­son, þjálfari kvenna­liðs FHL í fót­bolta, segir það ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvenna­boltanum er sam­mála og segir það al­gjöran skan­dal að það séu að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn

Ronaldo af bekknum og til bjargar

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Íslenski boltinn

Af­mælis­barnið Gylfi Þór fær kannski köku­sneið

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld.

Fótbolti

Til­búinn að kaupa Boehly út

Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. 

Enski boltinn

„Ef þetta hefði gerst í karla­fót­bolta“

„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári.

Íslenski boltinn