Fastir pennar

Hverjir elska okkur mest?

Pawel Bartoszek skrifar

Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út.

Fastir pennar

Hvernig er velferðin tryggð?

Ólafur Stephensen skrifar

Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni.

Fastir pennar

Efla verður kynferðisbrotadeild

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Stöðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrotum hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag.

Fastir pennar

Erum við of fá?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Oft heyri ég sagt, einkum eftir hrun, að Íslendingar séu of fáir til að geta haldið uppi hagsælu og heilbrigðu samfélagi. Þessi skoðun hvílir á tveim meginstoðum. Önnur er þessi: Lítið land líður fyrir skort á hæfum mannskap.

Fastir pennar

Góðir siðir og vondir

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki.

Fastir pennar

Yfirvofandi læknaskortur

Ólafur Stephensen skrifar

Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma.

Fastir pennar

Mörg spurningamerki

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt.

Fastir pennar

Forystan í Evrópumálum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.

Fastir pennar

Hættulegar fantasíur og tottkeppnir

Sigga Dögg skrifar

Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættulegar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugarheimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar samkvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögulega "hættulegar" ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun.

Fastir pennar

Til hamingju með Hörpu

Ólafur Stephensen skrifar

Full ástæða er til að óska Íslendingum til hamingju með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, þar sem fyrstu sinfóníutónleikarnir voru haldnir í fyrrakvöld. Loksins hefur Ísland eignazt tónlistarhús sem stenzt samjöfnuð við mörg þau beztu í nágrannalöndum okkar. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands fengið samastað sem henni hæfir og leyfir henni að hljóma eins og hún á skilið. Loksins fær Íslenzka óperan sal þar sem von er til að stórar sýningar standi undir sér.

Fastir pennar

Hættuleg tilraunastarfsemi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða.

Fastir pennar

Önnur Kalifornía?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í

Fastir pennar

Kvótamálið og launafólkið

Matthías Kristinsson skrifar

Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því.

Fastir pennar

Hreinasta vatnið, skítugustu kynfærin

Sigga Dögg skrifar

Undirrituð er nú í smokkaherferð sem herjar á landann. Herferðin er endurvakning á sambærilegri herferð sem fór af stað fyrir 25 árum og náði ágætis árangri samkvæmt Landlækni. Hér erum við öllum þessum árum seinna og þurfum enn sérstaka herferð fyrir smokkanotkun. Staðreyndin er sú að í samanburði við nágrannaþjóðir trónum við á toppnum hvað varðar ótímabærar þunganir, fjölda bólfélaga og grasserandi kynsjúkdóma. Sama hvað líður og bíður virðist hugsunarhátturinn „ég sef ekki hjá sóðum“ lifa góðu lífi.

Fastir pennar

Þjóðiþjóð

Pawel Bartoszek skrifar

Ég hef sjálfur aldrei hitt þjóðina. Það fólk sem það hefur gert hefur sagt mér af henni ýmsar sögur. Margar þeirra sýna þjóðina sem viðkunnanlega veru, tilfinningaríka, sem hagar sér þó rökrétt eftir aðstæðum. Þjóðin er þannig brjáluð út af hruninu og hún treystir ekki stjórnmálamönnum. Það er svo sem skiljanleg afstaða. En þjóðin er líka frjálslynd og vel menntuð, sem fær mig til að halda að mér ætti að líka vel við hana. Ég sjálfur er nefnilega líka frjálslyndur og vel menntaður.

Fastir pennar

Lífrænn innflutningur

Ólafur Stephensen skrifar

Áhugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna hávær að undanförnu.

Fastir pennar

Kapp með forsjá

Ólafur Stephensen skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að flytja ekki Landhelgisgæzluna til Suðurnesja að svo stöddu og þar með gengið þvert gegn væntingum heimamanna og rofið þau fyrirheit sem margir töldu að ríkisstjórnin hefði gefið þegar hún fundaði í Reykjanesbæ og lofaði að skoða málið. Þetta er engu að síður rétt ákvörðun.

Fastir pennar

Ógeðfelld vinnubrögð afhjúpuð

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Meira en 150 saklausir menn frá Afganistan og Pakistan hafa árum saman setið fangelsaðir í fangabúðunum við Guantanamo-flóann á Kúbu án dóms og laga, að því er virðist eingöngu vegna þess að þeir voru fyrir hreina tilviljun staddir á tilteknum stað á tilteknum tíma. Þessir menn eru allt frá kornungum piltum upp í gamalmenni, menn sem aldrei hafa tengst hryðjuverkasamtökum eða komið nálægt hryðjuverkastarfsemi af nokkru tagi.

Fastir pennar

Malbik

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél.

Fastir pennar