Lífrænn innflutningur Ólafur Stephensen skrifar 29. apríl 2011 00:00 Áhugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna hávær að undanförnu. Eitt af því sem þessi umræða hefur orsakað er að byrjað er að falla á þá ímynd, sem gjarnan hefur verið haldið á lofti, að íslenzkur landbúnaður og innlendar búvörur séu miklu hreinni og náttúrulegri en innfluttur matur. Bent hefur verið á að lífræn ræktun sé sáralítil hér í samanburði við ýmis nágrannalönd, ýmis dæmi um óvistvæna búskaparhætti og að meðferð á dýrum orki stundum tvímælis. Verksmiðjubúskapur er að sjálfsögðu alþjóðlegt fyrirbæri. En annars vegar er hann til hér á Íslandi ekki síður en annars staðar, einkum í alifugla- og svínarækt, og hins vegar er það staðreynd að þróun í átt til lífrænnar ræktunar og vistvænna búskaparhátta er miklu lengra komin í flestum öðrum V-Evrópuríkjum en á Íslandi. Á málþingi um aðbúnað dýra í íslenzkum landbúnaði, sem haldið var fyrr í vikunni, kom fram í máli Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, stjórnarmanns í Samtökum lífrænna neytenda, að íslenzkir neytendur ættu nánast ekkert val um lífrænt ræktað kjöt; svo til eingöngu væri hægt að fá lambakjöt og þá í sérverzlunum. Hér lifði fólk enn í þeirri blekkingu að búfénaður gengi almennt frjáls eins og fjallalömb og fyrir vikið væri lítill þrýstingur á framleiðendur að bjóða lífrænt vottaðar afurðir. Umræðan um þessi mál ber enn nokkurn keim af því að íslenzkur landbúnaður hefur lengi verið verndaður fyrir útlendri samkeppni. Vaxandi spurn er eftir lífrænt vottaðri búvöru og talsverður hópur neytenda reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir slíka vöru. Hvað á að gera ef íslenzkir framleiðendur bjóða ekki upp á hana? Í öllum öðrum framleiðslugreinum væri svarið einfalt; flytja hana inn. Hér er flutt inn talsvert af lífrænt ræktuðu korni, grænmeti og ávöxtum, sem ekki veitir innlendri vöru neina samkeppni og ber fyrir vikið lága tolla. Ef tollar á öðrum búvörum væru afnumdir eða lækkaðir duglega gæti líka orðið hagkvæmt að flytja inn lífrænt vottaðar kjöt- og mjólkurafurðir. Neytendur ættu þá val og þrýstingur myndi skapast á innlenda framleiðendur að auka lífræna framleiðslu. Stundum er talað eins og ef tollar á búvörum yrðu lækkaðir myndu ódýrar afurðir verksmiðjulandbúnaðar flæða hér yfir. Það myndu þær vissulega gera og veita hefðbundinni innlendri framleiðslu tímabæra samkeppni, en lífræna varan kæmi líka. Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og matvælaframleiðandi, skrifaði grein hér í blaðið fyrir stuttu um þann mikla mun sem er á stefnumótun og stuðningi við lífrænan landbúnað í Evrópusambandsríkjunum og hér. Full ástæða er til að fylgismenn lífræns landbúnaðar velti fyrir sér hvort affarasælla sé að þróa hann á bak við tollmúra eða sem þátttakendur á evrópskum markaði, þar sem sívaxandi áhugi er á lífrænni framleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Áhugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna hávær að undanförnu. Eitt af því sem þessi umræða hefur orsakað er að byrjað er að falla á þá ímynd, sem gjarnan hefur verið haldið á lofti, að íslenzkur landbúnaður og innlendar búvörur séu miklu hreinni og náttúrulegri en innfluttur matur. Bent hefur verið á að lífræn ræktun sé sáralítil hér í samanburði við ýmis nágrannalönd, ýmis dæmi um óvistvæna búskaparhætti og að meðferð á dýrum orki stundum tvímælis. Verksmiðjubúskapur er að sjálfsögðu alþjóðlegt fyrirbæri. En annars vegar er hann til hér á Íslandi ekki síður en annars staðar, einkum í alifugla- og svínarækt, og hins vegar er það staðreynd að þróun í átt til lífrænnar ræktunar og vistvænna búskaparhátta er miklu lengra komin í flestum öðrum V-Evrópuríkjum en á Íslandi. Á málþingi um aðbúnað dýra í íslenzkum landbúnaði, sem haldið var fyrr í vikunni, kom fram í máli Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, stjórnarmanns í Samtökum lífrænna neytenda, að íslenzkir neytendur ættu nánast ekkert val um lífrænt ræktað kjöt; svo til eingöngu væri hægt að fá lambakjöt og þá í sérverzlunum. Hér lifði fólk enn í þeirri blekkingu að búfénaður gengi almennt frjáls eins og fjallalömb og fyrir vikið væri lítill þrýstingur á framleiðendur að bjóða lífrænt vottaðar afurðir. Umræðan um þessi mál ber enn nokkurn keim af því að íslenzkur landbúnaður hefur lengi verið verndaður fyrir útlendri samkeppni. Vaxandi spurn er eftir lífrænt vottaðri búvöru og talsverður hópur neytenda reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir slíka vöru. Hvað á að gera ef íslenzkir framleiðendur bjóða ekki upp á hana? Í öllum öðrum framleiðslugreinum væri svarið einfalt; flytja hana inn. Hér er flutt inn talsvert af lífrænt ræktuðu korni, grænmeti og ávöxtum, sem ekki veitir innlendri vöru neina samkeppni og ber fyrir vikið lága tolla. Ef tollar á öðrum búvörum væru afnumdir eða lækkaðir duglega gæti líka orðið hagkvæmt að flytja inn lífrænt vottaðar kjöt- og mjólkurafurðir. Neytendur ættu þá val og þrýstingur myndi skapast á innlenda framleiðendur að auka lífræna framleiðslu. Stundum er talað eins og ef tollar á búvörum yrðu lækkaðir myndu ódýrar afurðir verksmiðjulandbúnaðar flæða hér yfir. Það myndu þær vissulega gera og veita hefðbundinni innlendri framleiðslu tímabæra samkeppni, en lífræna varan kæmi líka. Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og matvælaframleiðandi, skrifaði grein hér í blaðið fyrir stuttu um þann mikla mun sem er á stefnumótun og stuðningi við lífrænan landbúnað í Evrópusambandsríkjunum og hér. Full ástæða er til að fylgismenn lífræns landbúnaðar velti fyrir sér hvort affarasælla sé að þróa hann á bak við tollmúra eða sem þátttakendur á evrópskum markaði, þar sem sívaxandi áhugi er á lífrænni framleiðslu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun