Bakþankar Maður er fermdur Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Bakþankar 23.3.2007 00:01 Íslenska stéttaskiptingin Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Bakþankar 22.3.2007 05:30 Krækt í Kvennaskólapíu Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig. Bakþankar 21.3.2007 00:01 Blindu börnin hennar Evu Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum. Bakþankar 20.3.2007 00:01 Neytandinn sem auðlind Botnlaus viðskiptahalli þjóðarinnar bendir til þess að verðmætasta auðlind hennar, neytendastofninn, sé gróflega ofnýttur, enda hefur hvaða sótraftur sem er ótakmarkað veiðileyfi á hinn íslenska neytanda. Því væri skynsamlegt að koma hér á kerfi til að vernda neytandann og tryggja að ekki verði svo nærri honum gengið að hann og þjóðin öll verði gjaldþrota. Bakþankar 19.3.2007 05:30 Fagri Hafnarfjörður? Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. Bakþankar 18.3.2007 00:01 Stríðið Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar. Bakþankar 17.3.2007 05:45 Dularfulla fólkið Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til. Bakþankar 16.3.2007 00:01 Þegar Guð reddaði mér Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum. Bakþankar 15.3.2007 00:01 Billjónsdagbók 14,3 ICEX 7.573 þegar ég færði Mallí morgunkaffið, og Dow Jones 12.276 þegar Mallí leit upp frá því að lesa Fréttablaðið og sagði sisona að sig vantaði einhvern innri pörpós með lífinu. „Sjáðu femínistana,“ sagði hún. „Þær hafa svo mikinn innri pörpós að þær geta séð eitthvað dónalegt út úr Dimmalimm.“ Bakþankar 14.3.2007 05:30 Öfgar sem eyðileggja alla umræðu Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli. Bakþankar 13.3.2007 05:00 Ótímabærar áhyggjur Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð“. Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til. Bakþankar 12.3.2007 10:53 Efnislegt Pólitík er oft skrýtin skrúfa eins og sést til dæmis í hinu sérstaka auðlindaákvæðismáli. Framsóknarmenn hótuðu semsagt að sprengja ríkisstjórn ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum yrði ekki fest í stjórnarskrá. Bakþankar 11.3.2007 05:45 Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 9.3.2007 05:15 Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8.3.2007 05:00 Það var barn í dalnum Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Bakþankar 7.3.2007 05:30 Celeb Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Bakþankar 6.3.2007 06:00 Landsfundur óákveðinna Almenn samstaða hefur náðst um að landsfundur óákveðinna kjósenda verði annaðhvort haldinn eða ekki haldinn áður en framboðsfrestur fyrir næstu alþingiskosningar rennur út, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera og mun birtast í Morgunblaðinu eftir nokkra daga. Bakþankar 5.3.2007 00:01 Verðfangar Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til þess að tala uppi á kössum í stórmörkuðum, taka í höndina á borgurunum og dreifa bæklingum. Bakþankar 3.3.2007 00:01 Samtaka nú Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómiðinn hækkaði og bensínið náttúrlega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Bakþankar 2.3.2007 05:45 Okkar 11. september Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Bakþankar 1.3.2007 00:01 Billjónsdagbók 28.2 Jón Örn Marinósson skrifar ICEX 7.432, þegar ég fór í sturtu, og Nasdaq 2.454 þegar ég skrúfaði fyrir. Var lengi að laga kaffi. Kann ekkert á sjálfvirkar kaffivélar. Hvaða sjálfvirkni er það eiginlega þar sem ekkert virkar af sjálfu sér. Ég veit hvað er raunveruleg sjálfvirkni. Ég er til dæmis fullur af sjálfvirkni. Þess vegna er ég sökksessfúll fjárfestir og alltaf glaður í bragði. Bakþankar 28.2.2007 00:01 Lært af reynslunni Stöku dýrlingur mun eiga svo viturt hjarta að vera laus við ranghugmyndir. Þær eiga hinsvegar ekki bara heima í huga vændiskaupandi kalla sem trúa því að konan vilji þá líka borgunarlaust, eða hjá þeim sjúku ófétum sem segja að barnið hafi átt frumkvæðið. Nei, margar ranghugmyndir eru hversdagslegar eða jafnvel hagnýtar og geta snúist um dálitla staðbundna galla. Bakþankar 27.2.2007 00:01 Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni. Bakþankar 26.2.2007 10:48 Hvers vegna ekki? Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ. Bakþankar 25.2.2007 00:01 Um Scott Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því – svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða. Bakþankar 24.2.2007 00:01 Tilvistarkreppa álitsgjafa Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Bakþankar 23.2.2007 00:01 Skallafordómar Dr. Gunni skrifar Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig. Bakþankar 22.2.2007 06:00 Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn? Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan. Bakþankar 21.2.2007 06:00 Dirty weekend in Reykjavik Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Bakþankar 20.2.2007 05:30 « ‹ 107 108 109 110 111 ›
Maður er fermdur Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Bakþankar 23.3.2007 00:01
Íslenska stéttaskiptingin Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Bakþankar 22.3.2007 05:30
Krækt í Kvennaskólapíu Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig. Bakþankar 21.3.2007 00:01
Blindu börnin hennar Evu Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum. Bakþankar 20.3.2007 00:01
Neytandinn sem auðlind Botnlaus viðskiptahalli þjóðarinnar bendir til þess að verðmætasta auðlind hennar, neytendastofninn, sé gróflega ofnýttur, enda hefur hvaða sótraftur sem er ótakmarkað veiðileyfi á hinn íslenska neytanda. Því væri skynsamlegt að koma hér á kerfi til að vernda neytandann og tryggja að ekki verði svo nærri honum gengið að hann og þjóðin öll verði gjaldþrota. Bakþankar 19.3.2007 05:30
Fagri Hafnarfjörður? Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. Bakþankar 18.3.2007 00:01
Stríðið Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar. Bakþankar 17.3.2007 05:45
Dularfulla fólkið Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til. Bakþankar 16.3.2007 00:01
Þegar Guð reddaði mér Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum. Bakþankar 15.3.2007 00:01
Billjónsdagbók 14,3 ICEX 7.573 þegar ég færði Mallí morgunkaffið, og Dow Jones 12.276 þegar Mallí leit upp frá því að lesa Fréttablaðið og sagði sisona að sig vantaði einhvern innri pörpós með lífinu. „Sjáðu femínistana,“ sagði hún. „Þær hafa svo mikinn innri pörpós að þær geta séð eitthvað dónalegt út úr Dimmalimm.“ Bakþankar 14.3.2007 05:30
Öfgar sem eyðileggja alla umræðu Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli. Bakþankar 13.3.2007 05:00
Ótímabærar áhyggjur Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð“. Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til. Bakþankar 12.3.2007 10:53
Efnislegt Pólitík er oft skrýtin skrúfa eins og sést til dæmis í hinu sérstaka auðlindaákvæðismáli. Framsóknarmenn hótuðu semsagt að sprengja ríkisstjórn ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum yrði ekki fest í stjórnarskrá. Bakþankar 11.3.2007 05:45
Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 9.3.2007 05:15
Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8.3.2007 05:00
Það var barn í dalnum Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Bakþankar 7.3.2007 05:30
Celeb Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Bakþankar 6.3.2007 06:00
Landsfundur óákveðinna Almenn samstaða hefur náðst um að landsfundur óákveðinna kjósenda verði annaðhvort haldinn eða ekki haldinn áður en framboðsfrestur fyrir næstu alþingiskosningar rennur út, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera og mun birtast í Morgunblaðinu eftir nokkra daga. Bakþankar 5.3.2007 00:01
Verðfangar Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til þess að tala uppi á kössum í stórmörkuðum, taka í höndina á borgurunum og dreifa bæklingum. Bakþankar 3.3.2007 00:01
Samtaka nú Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómiðinn hækkaði og bensínið náttúrlega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Bakþankar 2.3.2007 05:45
Okkar 11. september Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Bakþankar 1.3.2007 00:01
Billjónsdagbók 28.2 Jón Örn Marinósson skrifar ICEX 7.432, þegar ég fór í sturtu, og Nasdaq 2.454 þegar ég skrúfaði fyrir. Var lengi að laga kaffi. Kann ekkert á sjálfvirkar kaffivélar. Hvaða sjálfvirkni er það eiginlega þar sem ekkert virkar af sjálfu sér. Ég veit hvað er raunveruleg sjálfvirkni. Ég er til dæmis fullur af sjálfvirkni. Þess vegna er ég sökksessfúll fjárfestir og alltaf glaður í bragði. Bakþankar 28.2.2007 00:01
Lært af reynslunni Stöku dýrlingur mun eiga svo viturt hjarta að vera laus við ranghugmyndir. Þær eiga hinsvegar ekki bara heima í huga vændiskaupandi kalla sem trúa því að konan vilji þá líka borgunarlaust, eða hjá þeim sjúku ófétum sem segja að barnið hafi átt frumkvæðið. Nei, margar ranghugmyndir eru hversdagslegar eða jafnvel hagnýtar og geta snúist um dálitla staðbundna galla. Bakþankar 27.2.2007 00:01
Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni. Bakþankar 26.2.2007 10:48
Hvers vegna ekki? Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ. Bakþankar 25.2.2007 00:01
Um Scott Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því – svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða. Bakþankar 24.2.2007 00:01
Tilvistarkreppa álitsgjafa Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Bakþankar 23.2.2007 00:01
Skallafordómar Dr. Gunni skrifar Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig. Bakþankar 22.2.2007 06:00
Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn? Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan. Bakþankar 21.2.2007 06:00
Dirty weekend in Reykjavik Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Bakþankar 20.2.2007 05:30
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun