Innherji
Offramboð af ríkisstarfsmönnum
Alma Möller, Víðir Reynisson, Helgi Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson, Halla Hrund Logadóttir, Grímur Grímsson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo mætti áfram telja. Allt á þetta fólk erindi að eigin mati. Beint úr þjónustu hins opinbera – eða því sem næst í tilviki Ragnars – og inn á þing.
Afkoma Icelandair var vel undir spám greinenda og gengið lækkaði skarpt
Minni eftirspurn á markaðnum til Íslands og lægri meðalfargjöld á flugi yfir Atlantshafið veldur því að rekstrarhagnaður Icelandair af farþegafluginu hefur skroppið saman um tæplega níutíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var nokkuð undir væntingum greinenda og fjárfesta en félagið sér fram á verulega bætta afkomu á næsta fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og horfurnar fyrir 2025 séu góðar samhliða því að sumir keppinautar eru að draga saman seglin.
Búast við að klára samrunann við Marel í árslok nú þegar styttist í samþykki ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega.
Aðaleigandi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjárfestingafélagi
Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.
Hluturinn í Controlant er „stærsta óvissan“ í eignasafni Sjóvá
Ef Sjóvá hefði vitað um þau viðbótarréttindi sem fjárfestar fengu við útboð Controlant í árslok 2023, sem ver þá fyrir umtalsverðri gengislækkun í yfirstandandi hlutafjáraukningu, þá hefði tryggingafélagið ekki bókfært virði hlutarins hjá sér miðað við gengið 105 krónur á hlut, segir forstöðumaður fjárfestinga. Stjórnendur Sjóvá merkja aukna samkeppni í tryggingarstarfseminni eftir að einn af keppinautum félagsins, VÍS, sameinaðist Fossum fjárfestingabanka.
Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða
Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.
Endurtekin tilboðsskylda – brýn minnihlutavernd eða óþarfa hömlur?
Reglur um yfirtökur á hlutabréfamörkuðum hafa það hlutverk að meginstefnu til að vernda hagsmuni minnihlutahluthafa við þær aðstæður þegar fjárfestir, einn eða í samstarfi við aðra, öðlast ráðandi hlut í félagi. Reglurnar gefa slíkum hluthöfum kost á því að losa sig út úr félagi á fyrir fram ákveðnu og sanngjörnu verði kjósi þeir svo. Allur gangur er hins vegar á því með hvaða hætti ríki útfæra þessar reglur og hve strangar þær eru.
Telur ókosti kauprétta hvað þeir geta verið „ófyrirsjáanlegir“ í niðurstöðum
Lífeyrissjóðurinn Gildi lagðist gegn kaupréttaráætlun sem var samþykkt á hluthafafundi Reita, rétt eins og sjóðurinn hefur gert í tilfelli annarra félaga að undanförnu, og vill að skoðaðar séu aðrar leiðir en kaupréttir þegar komið er á langtímahvatakerfi fyrir lykilstjórnendur. Gildi er langsamlega stærsti hluthafinn í Reitum, með um nítján prósenta hlut, en sá næst stærsti – Lífeyrissjóður verslunarmanna – studdi hins vegar tillögu stjórnar fasteignafélagsins um kaupréttarkerfið.
„Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér
Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum.
Samþykktu hlutafjárhækkun til að verja tiltekna fjárfesta fyrir gengislækkun
Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum.
Einokun á umræðunni
Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina.
Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech
Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum.
Nánast samstaða um vaxtalækkun og nefndin segir „áhrif hárra raunvaxta skýr“
Þótt einn nefndarmaður hefði fremur kosið að halda stýrivöxtum óbreyttum þá samþykktu allir í peningastefnunefnd að ráðast í fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans í tæplega fjögur ár fyrr í þessum mánuði, en líklegt er talið að raunvaxtastigið eigi eftir að hækka frekar á næstunni. Samstaða nefndarinnar um 25 punkta lækkun, meðal annars með vísun til þess að útlit er fyrir að hægja sé hratt á umsvifum á húsnæðismarkaði og í efnahagslífinu, eykur enn líkur á að haldið verði áfram með vaxtalækkunarferlið í næsta mánuði – og sú lækkun verði þá stærri í sniðum.
Greinendur stóru bankanna með ólíka sýn á gengisþróun krónunnar
Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu.
Hvað verður um verðbólguna í janúar?
Nokkuð miklar líkur eru á því að verðbólga muni lækka mjög hratt í upphafi næsta árs og það hraðar en bjartsýnustu verðbólguspár gera ráð fyrir. Sú þróun mun skapa umhverfi til skarpara og hraðara vaxtalækkunarferlis en flestir telja líklegt.
Fordæmalaus húsleit þegar ESA beitti sjálfstæðum valdheimildum sínum
Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla.
Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn
Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika.
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka
Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga býður ekki upp á aukna skuldsetningu
Fjárfesting sveitarfélaga jókst um meira en fimmtung á liðnu ári þegar hún var samtals nálægt áttatíu milljarðar en þungur rekstur þýddi að þær fjárfestingar voru að hluta fjármagnaðar með lántökum sem jók enn á skuldirnar. Ekki er hins vegar útlit fyrir að sveitarfélagastigið megi við lækkandi fjárfestingarstigi á komandi árum, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vill að virðisaukaskattur á fjárfestingar þeirra verði afnumin.
Útlit fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um nærri sextíu prósent
Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar.
Borgarstjóri hnýtir í skráð félag og fullreynt stjórnarsamstarf
„Það er galið að borgin sé með meira álag, að það sé talið af hálfu markaðsaðila meiri áhætta að lána Reykjavíkurborg heldur en Icelandair sem verður default [gjaldþrota] á tíu ára fresti”, sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í hlaðvarpinu Chess after Dark á dögunum.
Ekki meira innflæði í ríkisverðbréf í sjö mánuði með kaupum erlendra sjóða
Eftir að erlendir fjárfestar höfðu verið nettó seljendur á ríkisverðbréfum á undanförnum mánuði varð talsverður viðsnúningur í september þegar þeir fjárfestu fyrir samtals nærri sjö milljarða króna, einkum í lengri skuldabréfum. Allt útlit er fyrir að kaup sjóðanna hafi haldið áfram í þessum mánuði og átt sinn þátt í skarpri gengisstyrkingu krónunnar.
Langþráð evrópsk sókn Draghi
Það hefur gefið á bátinn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) sér vanda. Hún þarf að styrkja samkeppnisstöðu og efla vöxt álfunnar. Sambandið hræðist að dragast frekar aftur úr í heimi þar sem pólitísk stefnumörkun og regluverk hefur mikil áhrif á slagkraft viðskipta og nýsköpunar. Staða álfunnar er veik og sambandið veit það.
Controlant frestar hluthafafundi að beiðni hóps óánægðra hluthafa
Stjórn Controlant hefur fallist á beiðni hóps hluthafa um að fresta hlutafundi félagsins, sem átti að fara fram á morgun, um eina viku þannig að þeim gefist tími til að koma fram með breytingartillögur fyrir fundinn. Veruleg óánægja hefur verið í röðum margra stórra einkafjárfesta með þá tillögu að fara í hlutafjárhækkun í því skyni að verja þá fjárfesta sem komu inn í síðasta hlutafjárútboði félagsins fyrir þeirri lækkun á hlutabréfaverði sem er að óbreyttu væntanleg í yfirstandandi útboðsferli.
Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði
Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum.
Krónan styrkist þegar ríkisbréfin komust á radarinn hjá erlendum sjóðum
Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.
Bankar og heimili
Á sama tíma og vaxtastig er hátt eru ýmsar vísbendingar um að vaxtamunur sem snýr að neytendum, þ.e. mismunur á inn- og útlánsvöxtum, hafi farið lækkandi. Umfjöllun því til stuðnings má bæði finna í skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana frá því á síðasta ári og nýlegri skýrslu Evrópska bankaeftirlitsins.
Landeldisfyrirtækið Laxey klárar lánsfjármögnun við Arion banka
Eldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 32 þúsund tonn, og Arion banki hafa gengið frá samningi um fjármögnun. Lánsfjármögnunin frá Arion kemur í framhaldi af því að Laxey lauk fyrr á árinu hlutafjáraukningu, sem var í tveimur áföngum, upp á samtals um sjö milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum.
Telur „töluverða“ orðsporsáhættu fyrir Eik að fara í útleigu á íbúðarhúsnæði
Stjórn Eikar telur að gengið í yfirtökutilboði Langasjávar í allt hlutafé fyrirtækisins sé of lágt, meðal annars á grundvelli greininga frá óháðum aðilum sem verðmeta það á tugprósenta hærra verði, enda þótt það sé „nokkur samhljómur“ í áformum fjárfestingafélagsins og Eikar. Stjórnin leggst gegn hugmyndum um að Eik fari í útleigu húsnæðis til almennings en arðsemi ef slíkri starfsemi sé „mun lægri“ og henni fylgi orðsporsáhætta sem gæti dregið úr áhuga sumra fjárfesta á félaginu.
Augljós tækifæri Oculis
Takmörkuð þekking er meðal markaðsaðila hér á landi á sérhæfðum líftæknifyrirtækjum eins og Oculis. Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að miðla skýrri fjárfestasögu hér á landi. Það eru líklega fáir sem átta sig á því að markaðsvirði Oculis er um þrisvar sinnum hærra en Símans, ríflega þriðjungi meira en Eimskips og sambærilegt virði Kviku banka.