Veiði

Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði

"Við byrjuðum með þennan vef í kringum 2005 en þá var þetta bloggsíða. Í júní í fyrra ákváðum við að gera nýjan vef og byrjuðum þá um leið að gera litla sjónvarpsþætti. Nú erum við búnir að gera tólf þætti og þeir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Traffíkin á vefinn hefur aukist mikið síðan,“ segir Egill Gomez sem heldur úti Sportveiðivefnum ásamt Bergþóri Helga Bergþórssyni.

Veiði

SVFR: Vefsalan hafin

Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnaði í dag fyrir vefsöluna á heimasíðu sinni svfr.is. Eins og mörgum er kunnugt var 19 prósenta samdráttur í umsóknum félagsmanna um veiðileyfi milli ára. Þetta þýðir að töluvert vænir bitar eru í vefsölunni að þessu sinni.

Veiði

Veiðin á leið upp úr öldudal

"Það kom okkur á óvart hversu lítil veiðin var í fyrra. Yfirleitt hefur það verið þannig í þessum sveiflum fylgjast góðu árin að og slæmu árin fylgjast að. Þó árið í fyrra hafi verið slæmt kæmi það mér á óvart ef árið í ár yrði jafn slæmt,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sem hefur rýnt í veiðitölur síðustu ára.

Veiði

Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá

Hreggnasi ehf. átti langhæsta tilboðið í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en frestur til að skila inn tilboðum í ána rann út í gær. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum og voru þau flest á bilinu 2,9 – 4,4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, um 4 milljónum hærra en næsta tilboð.

Veiði

Tíu risaurriðar í Minnivallalæk

Tíu urriðar yfir 5 kíló veiddust í Minnivallalæk í fyrra þar af var sá stærsti 8,1 kíló. Ekki hafa veiðst jafn margir urriðar yfir fimm kíló á einu ári síðustu tíu ár, samkvæmt tölum frá Strengjum. Árið 2011 veiddust til að mynda sjö urriðar yfir fimm kíló og var sá þyngsti sjö kíló.

Veiði

Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin

Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar.

Veiði

Strengsmenn áfram með Hofsá

Samningur Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár um leigu á Hofsá í Vopnafirði hefur verið endurnýjaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orra Vigfússyni.

Veiði

Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum

Þegar tilboð í Þverá og Kjarrá voru opnuð í lok árs 2011 var talað um að sprengju hefði verið varpað inn á markaðinn. Eins og alkunna er í veiðiheiminum hljóðaði hæsta tilboðið upp á 112 milljónir króna eða 560 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Óttuðust veiðimenn að þetta tilboð myndi smita út frá sér. Borgaðar yrðu himinháar fjárhæðir fyrir aðrar ár sem væru á leið í útboð og afleiðingarnar yrðu þær að veiðileyfi myndu hækka upp úr öllu valdi. Nú eru blikur á lofti.

Veiði

Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár

Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR( verður í kvöld. Þar mun Reynir Þrastarson meðal annars vera með veiðilýsingu um Hítará en hann þekkir betur en flestir leyndardóma árinnar.

Veiði

Ekki rætt um annað útboð

"Þegar öllu er á botninn hvolft voru menn bara á því að við ættum að horfa í kringum okkur - þetta væri nýtt upphaf," segir Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár (VN), en landeigendur við Norðurá höfnuðu í fyrrakvöld tilboði Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í ána. SVFR hafði skilað tveimur tilboðum, annars vegar upp á 83,5 milljónir og hins vegar tilboði upp á 76,5 milljónir.

Veiði

Sigurður Pálsson kennir fluguhnýtingar

Hinn kunni veiðimaður og fluguhnýtari Sigurður Pálsson verður enn á ný með hnýtingarkvöld fyrir félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Sigurður er meðal annars þekktur fyrir að vera höfundur Flæðamúsarinnar og Dýrbítsins sem báðar eru frábærar veiðiflugur.

Veiði

"Ég er ákaflega svekktur"

"Ég leyni því ekki að ég er ákaflega svekktur yfir þessari stöðu og ætla að leyfa mér að vera svekktur frameftir degi, segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en Veiðifélag Norðurár hafnaði í gærkvöldi báðum tilboðum félagsins í veiðirétt árinnar.

Veiði

Eldvatn: Tilboð undir væntingum

Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn.

Veiði

Engin ládeyða í Noregi

Laxveiði jókst um 14 prósent á milli ára í Noregi í tonnum talið. Alls veiddust 448 tonn af laxi í norskum ám á síðasta ári og var meðalþyngdin 3,9 kíló.

Veiði

Spjalla og skemmta sér fram á vor

Þrátt fyrir hálfgerðar hamfarir á sumum af helstu vatnasvæðum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar í fyrra halda félagsmenn þar ótrauðir inn í öflugt vetrarstarf.

Veiði

Kenna stangveiði í grunnskólanum

Nú í vetur hafa um 30 nemendur af 60 valið þessar greinar. Strákarnir eru fleiri, en margar stúlkur hafa einnig valið að læra að hnýta og kasta flugu.

Veiði

Laxinn hefur tekið yfir í Miðá í Dölum

Greind voru 83 hreistursýni úr laxveiðinni 2012 og reyndust 78% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða; reyndist klakárgangur frá 2008 uppistaða göngunnar í ána 2012.

Veiði

Gerðum eins gott tilboð og við gátum

"Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur sendi einfaldlega ábyrgt tilboð sem félagið treystir sér til að standa við," segir Bjarni Júlíusson, formaður félagsins um tilboð í leigu Norðurár.

Veiði

Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali

Nettóganga upp fyrir teljarann í Glanna var 1.134 fiskar, eða 172 silungar, 818 smálaxar og 177 stórlaxar. Hlutur stórlaxa af laxagöngunni var því tæp 15%. Gangan upp fyrir teljarann var 57% minni en árið 2011 og tæpum 65% undir meðaltali tímabilsins 2002 - 2012. Tæp 70% laxa gekk upp fyrir teljarann í júlí.

Veiði