Veiði

15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá

Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir.

Veiði

Óvenju góður júní í Hítará

Veiðin í júní á aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði

Pakkað af bleikju í Rugludalshyl

Sjö manna holl sem var við veiðar á tveimur efstu svæðum Blöndu um síðustu helgi kom þaðan laxlaust. Bleikjan í Rugludalshyl bjargaði andliti hópsins.

Veiði

Laxavon á silungasvæði Breiðdalsár

Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur.

Veiði

Lax kominn á efra svæðið í Selá

Laxinn er þegar kominn á eftra svæðið í Selá en í fyrrakvöld komu þrír á land í Leifsstaðarhyl og Réttarhyl. Gríðarlegt hrygningarsvæði opnast með nýjum laxastiga.

Veiði

Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs hefur frestað afgreiðslu erindis um breytingar á áður samþykktum fiskistiga við svokallaðan Steinboga í Jökulsá á Dal. Stiginn á að opna laxfiskum tugkílómetra leið á efri hluta Jöklu.

Veiði

Maðkahallæri á suðvesturhorninu

Veiðivísir hefur fregnir af því að töluverður skortur sé á möðkum á suðvesturhorninu. Veiðimenn kaupa sér leyfi í Reynisvatni til að verða sér úti um maðk.

Veiði

Ytri-Rangá: Besta opnun síðari ára!

Veiðimenn sem voru svo heppnir að opna Ytri Rangá í gær lentu svo sannarlega í veislu í gær en alls komu 18 laxar á land og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentimetrar.

Veiði

Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum

Snævarr Örn Georgsson veiðimaður veiddi fallegar staðbundnar bleikjur fyrir ofan Steinbogann í Jöklu. Hann er telur líkur á því að áin sé full af bleikju allt upp á Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram á vef Veiðiþjónustunnar Strengja.

Veiði

Laxinn kominn í Breiðdalsá

Lax er genginn í Breiðdalsá. Á vef Veiðiþjónustunnar Strengja er sagt frá því að laxateljarinn hafi verið settur í laxastigann við fossinn Efri-Beljanda í dag. Þegar það var gert var að sjálfsögðu kíkt í hylinn og þar sáust tveir vænir laxar.

Veiði

Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt

Kostir kerfisins eru helst þeir að auka upplýsingastreymi til veiðimanna, þannig að þeir geti skoðað aflabrögð eftir veiðiám, veiðidögum og veiðistöðum hvenær sem þeim lystir. Aðgengi að veiðitölum verður þannig stóraukið, öllum til hagsbóta.

Veiði