Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Svavar Hávarðsson skrifar 30. júní 2012 00:00 Fjögurra punda glæsibleikja úr Hrollu, eða síðspikuð bleikja einsog Jón segist svo skemmtilega frá. Jón Gunnarsson og félagar Árnefnd Stangveiðifélags Keflavíkur fór fyrir nokkrum dögum norður í Skagafjörð til að sinna árvissum skyldustörfum við Hrollleifsdalsá í Skagafirði. Þegar menn höfðu uppfyllt skyldur sínar var kíkt niður í á og flugu kastað á líklegustu veiðistaðina. Reyndist töluvert magn af flottum fiski vera niður í Lóninu svokallaða en það er neðsti veiðistaður árinnar. Á land komu þrír urriðar 2-3 punda auk þess sem nokkrir vænir fiskar eltu flugur veiðimanna upp í harða land. Fiskarnir féllu allir fyrir andstreymistaktík þeirra félaga.Á heimasíðu SVFK segir svo frá Jóni nokkrum Gunnarssyni og félögum hans sem voru við veiðar í fyrradag, en þeir vildu ganga úr skugga um hvort sjóbleikjan væri mætt. Vart þarf að segja frá því hversu rígavænar bleikjurnar eru sem venja komur sínar í þessa frábæru á. Jóni segist svo frá: „Við fengum tvær spikfeitar og spegilsilfraðar á seinni vaktinni í Lóninu. Báðar tóku þær fluguna. Var önnur þeirra síðspikuð fjögurra punda og hin um tvö pund". Sagðist Jón jafnframt vera í fyrsta skipti að veiða í ánni og er greinilega mjög hrifin. „Ég bjóst við miklu minna vatni og öðruvísi á. Við fórum upp að veiðistað nr. 23 og veiddum niður úr og á fullt af veiðistöðum, hverjum öðrum fallegri. Ég á örugglega eftir að koma hingað aftur," segir Jón. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá Jóni og veiðifélögum hans. SVFK hefur á sínum snærum mörg mjög spennandi veiðisvæði: Helstu veiðiár: Geirlandsá Fossálar Reykjadalsá í BorgarfirðiHrollleifsdalsá í Skagafirði Jónskvísl og Sýrlækur Grenlækur Flóðið svæði 4Hér má nálgast frekari upplýsingar og myndir frá veiðisvæðum SVFK. Skrá yfir laus veiðileyfi má sjá hér. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði
Árnefnd Stangveiðifélags Keflavíkur fór fyrir nokkrum dögum norður í Skagafjörð til að sinna árvissum skyldustörfum við Hrollleifsdalsá í Skagafirði. Þegar menn höfðu uppfyllt skyldur sínar var kíkt niður í á og flugu kastað á líklegustu veiðistaðina. Reyndist töluvert magn af flottum fiski vera niður í Lóninu svokallaða en það er neðsti veiðistaður árinnar. Á land komu þrír urriðar 2-3 punda auk þess sem nokkrir vænir fiskar eltu flugur veiðimanna upp í harða land. Fiskarnir féllu allir fyrir andstreymistaktík þeirra félaga.Á heimasíðu SVFK segir svo frá Jóni nokkrum Gunnarssyni og félögum hans sem voru við veiðar í fyrradag, en þeir vildu ganga úr skugga um hvort sjóbleikjan væri mætt. Vart þarf að segja frá því hversu rígavænar bleikjurnar eru sem venja komur sínar í þessa frábæru á. Jóni segist svo frá: „Við fengum tvær spikfeitar og spegilsilfraðar á seinni vaktinni í Lóninu. Báðar tóku þær fluguna. Var önnur þeirra síðspikuð fjögurra punda og hin um tvö pund". Sagðist Jón jafnframt vera í fyrsta skipti að veiða í ánni og er greinilega mjög hrifin. „Ég bjóst við miklu minna vatni og öðruvísi á. Við fórum upp að veiðistað nr. 23 og veiddum niður úr og á fullt af veiðistöðum, hverjum öðrum fallegri. Ég á örugglega eftir að koma hingað aftur," segir Jón. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá Jóni og veiðifélögum hans. SVFK hefur á sínum snærum mörg mjög spennandi veiðisvæði: Helstu veiðiár: Geirlandsá Fossálar Reykjadalsá í BorgarfirðiHrollleifsdalsá í Skagafirði Jónskvísl og Sýrlækur Grenlækur Flóðið svæði 4Hér má nálgast frekari upplýsingar og myndir frá veiðisvæðum SVFK. Skrá yfir laus veiðileyfi má sjá hér. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði