Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu 2. júlí 2012 06:00 Þröstur Elliðason með lúsuga 68 sentímetra hrygnu á Stapabreiðunni í Breiðdalsá. Mynd / Strengir Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði
Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði