Handbolti

Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar
Aron Pálmarsson sem um árabil hefur verið einn besti handknattleiksmaður Íslands hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 34 ára að aldri. Hann greinir sjálfur frá þessari ákvörðun á samfélagsmiðlum.

Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum með Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið tryggði sér svissneska meistaratitilinn í handbolta fjórða árið í röð.

Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg
Þýskalandsmeistarar Magdeburg gefa ekkert eftir í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handbolta en liðið vann í dag öruggan 14 marka sigur á Potsdam á útivelli 23-37.

Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik
Íslendingaliðið Melsungen tapaði fyrir Kiel, 37-31, í bronsleiknum í Evrópudeildinni í handbolta karla í dag.

Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri
Porto vann mikilvægan sigur á Benfica, 37-33, í úrslitariðli portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn
Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen töpuðu með minnsta mun fyrir Flensburg, 34-35, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag.

Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út
Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur.

Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið
Þrátt fyrir áhuga annarra liða heillaði íslenska landsliðsmanninn ekkert meira en að skrifa undir nýjan samning fram til ársins 2028 hjá Magdeburg. Þar sér hann fram á að tækifæri til þess að vinna fleiri titla.

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir að liðið þurfi hjálp frá æðri máttarvöldum til að eiga möguleika gegn Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna.

„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld.

„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“
Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld.

Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni
Valur er með 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sjö marka sigur gegn Haukum í kvöld, 22-29. Hafdís Renötudóttir skellti í lás í seinni hálfleik og gerði Haukum afar erfitt fyrir.

Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið
Christian Berge, þjálfari Noregsmeistara Kolstad í handbolta, er farinn í veikindaleyfi. Hann hné niður á hliðarlínunni í leik Kolstad og Elverum í fyrradag.

„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

„Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“
Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari í handbolta í þriðja sinn í kvöld er Fram vann eins marks sigur gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla, 27-28.

„Þjáning í marga daga“
„Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár
Fram er Íslandsmeistari í handbolta karla árið 2025. Varð það ljóst eftir sigur liðsins á Val í kvöld þar sem sigurmarkið kom þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Lokatölur 27-28 og Framarar sópuðu Val úr keppni 3-0. Fram er því tvöfaldur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins karlamegin.

Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg er liðið vann nauman og mikilvægan sigur gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen eru aðeins einum sigri frá svissneska meistaratitlinum í handbolta eftir tveggja marka sigur gegn Bern í dag.

Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM
Ísland verður með Þýskalandi, Úrúgvæ og Serbíu í riðli á HM í handbolta, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi í nóvember og desember. Riðill Íslands verður spilaður í Stuttgart.

Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna
Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta.

Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall
Valsmenn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðarenda hafi verið liðinu áfall.

Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum
Íslendingaliðið Kolstad varð í gær norskur meistari í handbolta karla. Þjálfari liðsins hné niður á hliðarlínunni í seinni hálfleik í leiknum gegn Elverum.

Kolstad kláraði úrslitaeinvígið
Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli.

Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn
Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót.

Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum
Valur sigraði í kvöld Hauka 30-28 í fyrsta leik liðanna, í úrslitaeinvígi Olís deild kvenna. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu, en það þarf þrjá sigra til þess að standa uppi sem Íslandsmeistari.

„Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“
Valur sigraði í kvöld Hauka 30-28 í fyrsta leik þeirra í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna. Liðið er því komið með 1-0 forystu í einvíginu, en það þarf þrjá sigra til að vinna einvígið. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslit kvöldsins.

„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“
Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni.

Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar
Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist.

„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“
Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum.