Íslenski boltinn

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn

Selvén aftur í Vestra

Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn

KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK

Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum.

Íslenski boltinn

KSÍ sektar Ár­bæ um 250 þúsund krónur

Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum.

Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“

FH komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-3 dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda, þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr enn á lokamínútu framlengingar þegar varamaðurinn Margrét Brynja Kristjánsdóttir skoraði laglegt mark. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH liðsins var stórkostleg í kvöld og stýrði vörn sinna kvenna með stakri prýði.

Íslenski boltinn