Fréttir Lengja opnunartímann aftur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Innlent 15.4.2025 13:28 Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Innlent 15.4.2025 13:25 Stefnir í annað metár í frávísunum Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif. Innlent 15.4.2025 13:00 Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Innlent 15.4.2025 12:30 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. Innlent 15.4.2025 12:22 Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. Innlent 15.4.2025 11:55 Jörð skelfur í Ljósufjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftan sem reið yfir í morgun við Grjótárvatn. Innlent 15.4.2025 11:37 Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Erlent 15.4.2025 11:20 Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Innlent 15.4.2025 10:51 Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Innlent 15.4.2025 10:35 Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum. Innlent 15.4.2025 10:32 Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna. Innlent 15.4.2025 09:57 Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Erlent 15.4.2025 09:15 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. Innlent 15.4.2025 08:52 Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Veður 15.4.2025 07:28 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. Erlent 15.4.2025 06:59 Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt. Innlent 15.4.2025 06:33 Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Innlent 15.4.2025 06:31 Tveir skotnir til bana í Gautaborg Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í hverfinu Biskopsgården í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Einn maður til viðbótar var á staðnum og er talið að árásarmaðurinn hafi einnig ætlað að skjóta hann til bana. Sá slapp hins vegar ómeiddur. Erlent 15.4.2025 06:22 Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út meðal annars vegna rúðubrots, þjófnaðar og líkamsárásar í gærkvöldi og í nótt. Tveir gista nú fangageymslu. Innlent 15.4.2025 06:06 Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Erlent 14.4.2025 23:52 Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Erlent 14.4.2025 23:31 Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Erlent 14.4.2025 22:57 Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Erlent 14.4.2025 22:02 Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. Erlent 14.4.2025 22:02 Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Erlent 14.4.2025 22:00 Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. Innlent 14.4.2025 21:30 Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 14.4.2025 20:45 Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. Innlent 14.4.2025 20:30 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. Innlent 14.4.2025 19:05 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Lengja opnunartímann aftur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Innlent 15.4.2025 13:28
Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Innlent 15.4.2025 13:25
Stefnir í annað metár í frávísunum Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif. Innlent 15.4.2025 13:00
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Innlent 15.4.2025 12:30
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. Innlent 15.4.2025 12:22
Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. Innlent 15.4.2025 11:55
Jörð skelfur í Ljósufjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftan sem reið yfir í morgun við Grjótárvatn. Innlent 15.4.2025 11:37
Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Erlent 15.4.2025 11:20
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Innlent 15.4.2025 10:51
Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Innlent 15.4.2025 10:35
Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum. Innlent 15.4.2025 10:32
Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna. Innlent 15.4.2025 09:57
Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Erlent 15.4.2025 09:15
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. Innlent 15.4.2025 08:52
Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Veður 15.4.2025 07:28
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. Erlent 15.4.2025 06:59
Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt. Innlent 15.4.2025 06:33
Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Innlent 15.4.2025 06:31
Tveir skotnir til bana í Gautaborg Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í hverfinu Biskopsgården í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Einn maður til viðbótar var á staðnum og er talið að árásarmaðurinn hafi einnig ætlað að skjóta hann til bana. Sá slapp hins vegar ómeiddur. Erlent 15.4.2025 06:22
Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út meðal annars vegna rúðubrots, þjófnaðar og líkamsárásar í gærkvöldi og í nótt. Tveir gista nú fangageymslu. Innlent 15.4.2025 06:06
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Erlent 14.4.2025 23:52
Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Erlent 14.4.2025 23:31
Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Erlent 14.4.2025 22:57
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Erlent 14.4.2025 22:02
Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. Erlent 14.4.2025 22:02
Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Erlent 14.4.2025 22:00
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. Innlent 14.4.2025 21:30
Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 14.4.2025 20:45
Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. Innlent 14.4.2025 20:30
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. Innlent 14.4.2025 19:05