Fréttir

Faðirinn hafi beint lög­reglu að stúlkunni

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana hefur verið samvinnufús að mati Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeildar lögreglu.

Innlent

Her­foringi kallar eftir inn­rás í Líbanon

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon.

Erlent

Faðirinn hand­tekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni

Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá.

Innlent

Hand­tóku konu á Sæ­braut

Lögregluþjónar voru í dag kallaðir til vegna konu sem truflaði umferð á Sæbrautinni. Fjölmargir urðu vitni að því þegar konan var handtekin og voru margir lögregluþjónar á vettvangi.

Innlent

Lamdi mót­fram­bjóðanda með stól í kapp­ræðum

Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram.

Erlent

Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi

Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing.

Erlent

Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum of­beldis­manni

Móðir drengs í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segir sárt að vita til þess að sonur hennar eigi enga vini í upphafi skólaárs, þar sem hann hefði nánast verið tekinn úr umferð í 1. bekk. Drengurinn mætti með hníf í skólann í vor, en móðir hans segir ekki alla söguna sagða. Skólastjórinn segir sárt að vita af vanlíðan nemanda og stefnt sé að því að finna farsællega lausn sem henti öllum. 

Innlent

Funda með Vega­gerðinni um Vest­fjarða­göng

Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. 

Innlent

Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar

Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu.

Erlent

Yazan á leiðinni aftur á Land­spítalann

Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins.

Innlent

Níu af hverjum tíu Ís­lendingum myndu kjósa Har­ris

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, eða 91 prósent, myndu kjósa demókratann og varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, ef þeir væru með kosningarétt í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. Níu prósent myndu kjósa repúblikanann og forsetann fyrrverandi, Donald Trump.

Innlent

Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu

Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa.

Erlent

Gular við­varanir í hvass­viðris

Það gengur í austlæga átt, átta til fimmtán metra en fimmtán til 23 metra á sekúndu sunnanlands í dag. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna vinds fyrir Suðurland og miðhálendið.

Veður

Bæjar­stjóri vill funda með ráð­herra um há­vaða á Kársnesi

Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll.

Innlent