Fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Innlent 23.7.2025 20:19 „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Innlent 23.7.2025 19:32 Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Innlent 23.7.2025 19:30 Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16 Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. Innlent 23.7.2025 18:11 Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Erlent 23.7.2025 17:08 Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Erlent 23.7.2025 16:59 Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Erlent 23.7.2025 16:00 Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Erlent 23.7.2025 15:51 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Innlent 23.7.2025 15:43 Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Erlent 23.7.2025 15:23 Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Innlent 23.7.2025 14:41 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30 Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Skaftafelli vegna slasaðs einstaklings. Innlent 23.7.2025 14:15 Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. Innlent 23.7.2025 14:07 Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin. Erlent 23.7.2025 13:58 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. Erlent 23.7.2025 13:58 Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins. Innlent 23.7.2025 13:51 Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í Urriðaholti í Garðabæ um klukkan 12:40 í dag. Hann er grunaður um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 23.7.2025 13:29 „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23.7.2025 13:23 Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23.7.2025 13:13 Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11 Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum. Innlent 23.7.2025 12:23 Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Innlent 23.7.2025 12:15 Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar Í hádegisfréttum okkar segjum við frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi. Innlent 23.7.2025 11:37 „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23.7.2025 11:16 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Innlent 23.7.2025 11:12 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Innlent 23.7.2025 10:57 Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. Innlent 23.7.2025 10:38 Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Innlent 23.7.2025 20:19
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Innlent 23.7.2025 19:32
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Innlent 23.7.2025 19:30
Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16
Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. Innlent 23.7.2025 18:11
Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Erlent 23.7.2025 17:08
Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Erlent 23.7.2025 16:59
Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Erlent 23.7.2025 16:00
Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Erlent 23.7.2025 15:51
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Innlent 23.7.2025 15:43
Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Erlent 23.7.2025 15:23
Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Innlent 23.7.2025 14:41
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30
Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Skaftafelli vegna slasaðs einstaklings. Innlent 23.7.2025 14:15
Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. Innlent 23.7.2025 14:07
Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin. Erlent 23.7.2025 13:58
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. Erlent 23.7.2025 13:58
Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins. Innlent 23.7.2025 13:51
Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í Urriðaholti í Garðabæ um klukkan 12:40 í dag. Hann er grunaður um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 23.7.2025 13:29
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23.7.2025 13:23
Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23.7.2025 13:13
Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11
Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum. Innlent 23.7.2025 12:23
Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Innlent 23.7.2025 12:15
Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar Í hádegisfréttum okkar segjum við frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi. Innlent 23.7.2025 11:37
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23.7.2025 11:16
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Innlent 23.7.2025 11:12
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Innlent 23.7.2025 10:57
Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. Innlent 23.7.2025 10:38
Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29