Fréttir Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Innlent 7.3.2025 18:57 Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. Innlent 7.3.2025 18:14 „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Innlent 7.3.2025 17:45 Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Innlent 7.3.2025 17:03 Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir. Innlent 7.3.2025 15:40 Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. Innlent 7.3.2025 15:33 Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum. Erlent 7.3.2025 15:29 Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. Innlent 7.3.2025 14:31 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Erlent 7.3.2025 14:13 Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Innlent 7.3.2025 13:42 „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans. Innlent 7.3.2025 13:36 Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Innlent 7.3.2025 13:00 Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga Landhelgisgæslan, lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir voru kallaðar út vegna manns sem var í vanda á Sprengisandsleið milli Þórisjökuls og Hofsjökuls á þriðjudaginn. Hann hafði verið veðurtepptur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Innlent 7.3.2025 12:57 „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. Innlent 7.3.2025 12:29 Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Innlent 7.3.2025 12:16 Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Innlent 7.3.2025 12:02 Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. Innlent 7.3.2025 11:59 Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en í morgun sat hún fjarfund með æðstu embættismönnum ESB um ástand heimsmálanna. Innlent 7.3.2025 11:41 Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar. Innlent 7.3.2025 11:39 Annað Starship sprakk í loft upp Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Erlent 7.3.2025 10:35 Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Erlent 7.3.2025 10:00 Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mælir með því að leyfi verði veitt fyrir tilraun með basa í botni Hvalfjarðar í sumar. Rannsóknin sé líkleg til að veita mikilvægar upplýsingar um möguleika á kolefnisbindingu án þess að hafa neikvæð áhrif á hafið. Innlent 7.3.2025 09:59 Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. Erlent 7.3.2025 08:22 Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar. Erlent 7.3.2025 08:14 Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. Innlent 7.3.2025 08:02 Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Læknar í Lundúnum hafa aðstoðað tólf sjúklinga sem þjáðust af langvarandi eftirköstum Covid-19 við að endurheimta lyktar- og bragðskynið. Erlent 7.3.2025 07:21 Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld. Veður 7.3.2025 07:11 Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Erlent 7.3.2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. Erlent 6.3.2025 23:46 Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Innlent 6.3.2025 22:56 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 334 ›
Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Innlent 7.3.2025 18:57
Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. Innlent 7.3.2025 18:14
„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Innlent 7.3.2025 17:45
Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Innlent 7.3.2025 17:03
Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir. Innlent 7.3.2025 15:40
Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. Innlent 7.3.2025 15:33
Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum. Erlent 7.3.2025 15:29
Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. Innlent 7.3.2025 14:31
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Erlent 7.3.2025 14:13
Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Innlent 7.3.2025 13:42
„Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans. Innlent 7.3.2025 13:36
Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Innlent 7.3.2025 13:00
Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga Landhelgisgæslan, lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir voru kallaðar út vegna manns sem var í vanda á Sprengisandsleið milli Þórisjökuls og Hofsjökuls á þriðjudaginn. Hann hafði verið veðurtepptur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Innlent 7.3.2025 12:57
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. Innlent 7.3.2025 12:29
Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Innlent 7.3.2025 12:16
Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Innlent 7.3.2025 12:02
Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. Innlent 7.3.2025 11:59
Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en í morgun sat hún fjarfund með æðstu embættismönnum ESB um ástand heimsmálanna. Innlent 7.3.2025 11:41
Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar. Innlent 7.3.2025 11:39
Annað Starship sprakk í loft upp Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Erlent 7.3.2025 10:35
Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Erlent 7.3.2025 10:00
Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mælir með því að leyfi verði veitt fyrir tilraun með basa í botni Hvalfjarðar í sumar. Rannsóknin sé líkleg til að veita mikilvægar upplýsingar um möguleika á kolefnisbindingu án þess að hafa neikvæð áhrif á hafið. Innlent 7.3.2025 09:59
Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. Erlent 7.3.2025 08:22
Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar. Erlent 7.3.2025 08:14
Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. Innlent 7.3.2025 08:02
Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Læknar í Lundúnum hafa aðstoðað tólf sjúklinga sem þjáðust af langvarandi eftirköstum Covid-19 við að endurheimta lyktar- og bragðskynið. Erlent 7.3.2025 07:21
Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld. Veður 7.3.2025 07:11
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Erlent 7.3.2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. Erlent 6.3.2025 23:46
Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Innlent 6.3.2025 22:56