Fréttir

Úr­slitin komu Höllu ekki á ó­vart

Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu.

Innlent

Nauðgunardómur Guð­mundar Elíss stað­festur

Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis.

Innlent

Hrökklaðist úr borgar­stjórn vegna pressu frá for­manninum

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 

Innlent

Sex skjálftar yfir 3,0

Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð.

Innlent

Smæðin auki hættu á sögu­sögnum og ó­þarfa á­giskunum

Flóknar og sterkar tilfinningar losna úr læðingi þegar harmleikur á sér stað í litlu samfélagi og geta þeir haft djúpstæð áhrif á samfélagið allt. Smæð landsins getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum.

Innlent

Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár

Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár.

Erlent

Skyndi­legur brott­rekstur kornið sem fyllti mælinn

Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi.

Innlent

Ekkert sér­stakt eftir­lit með af­gangs­flug­eldum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. 

Innlent

Vaktin: Halla kjörin for­maður VR

Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu.

Innlent

Kallar eftir kjark­miklum og óttalausum for­ystu­manni

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert hafa heyrst frá sitjandi formanni, Sigurði Inga Jóhannessyni, um alvarlega stöðu flokksins. Ekki sé lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn“ og skorar hann á forystuna að bretta upp ermar.

Innlent

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Innlent

Vonska vegna vambaráns á­hrifa­valds í Ástralíu

Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Erlent

Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“

„Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi.

Innlent

Saka Ísraela um kerfis­bundin mann­réttinda­brot

Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Erlent

Pall­borðið: Um­ferðar­öryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld

Fjórir hafa farist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið. Fjallað verður um umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða á Íslandi í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30 í dag. 

Innlent