Fréttir

Mál Breiðholtsskóla á borði mennta­mála­ráð­herra

Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla.

Innlent

Segir fanga­geymslur ekki við­eig­andi vistunarstað fyrir börn

Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. 

Innlent

Reyndu að þvinga mann til að taka úr hrað­banka

Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að.

Innlent

Fimmti úr­skurðaður í varð­hald

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að konu og karlmanni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku vegna rannsóknar Lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. 

Innlent

Saka Norð­menn um her­væðingu Sval­barða

Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi.

Erlent

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Innlent

Bað Pútín um að hlífa her­mönnum sem enginn kannast við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Erlent

Fara fram á gæslu­varð­hald yfir þeim fjórða

Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Ef Héraðsdómur Suðurlands fellst á það verða fjórir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent

Byggðajöfnunarmál að fækka sýslu­mönnum

Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt.

Innlent

Lax slapp úr sjókví fyrir austan

Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 

Innlent

Segir samningsviljann hjá leik­fé­laginu engan

Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti.

Innlent

Fjársöfnunin á borð lög­reglu í enn eitt skiptið

Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. 

Innlent

Dregur um­mælin til baka og biðst af­sökunar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla.

Innlent

Byrlunarmálið og of­beldi í Breið­holti

Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. 

Innlent

Segir um­mæli Ást­hildar Lóu ekki sam­ræmast stöðu hennar

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar.

Innlent

Lúffar af ótta við enn meira niður­rif Trumps

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum.

Erlent