Fréttir

Ás­geir Þór og Theo­dór grípa boltana hans Gríms

Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms.

Innlent

Sánan í Vestur­bæ rifin

Frá og með morgundeginum verður sánuklefanum í Vesturbæjarlaug lokað. Hann verður í kjölfarið rifinn, ásamt öðrum klefa sem hefur verið lokaður síðan í haust.

Innlent

Leggja drög að á­kæru á hendur for­setanum

Stjórnarandstæðingar í Suður-Kóreu hafa hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur forsta landsins fyrir embættisglöp og brot í starfi eftir að hann setti herlög í landinu í gær, sem hann þó neyddist til að draga til baka eftir mikil mótmæli.

Erlent

Rifrildi, inn­brot og eftir­för

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt í kjölfar rifrildis milli tveggja manna sem endaði með því að annar þeirra dró upp eggvopn.

Innlent

Krefjast niður­fellingar í þöggunarmálinu

Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Erlent

Stígarnir fá fall­ein­kunn hjá hjólafólki

Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. 

Innlent

Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Sel­fossi

Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst.

Innlent

Herlögin loks felld úr gildi

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna.

Erlent

„Menn ætla sér alla leið með þetta“

Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 

Innlent

Skæð fugla­flensa fannst í kalkúnum í Ölfusi

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5N5 var staðfest í alifuglum í Ölfusi í dag. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna er hafin og á að beita sóttvarnarráðstöfunum til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Innlent

Aftur­kalla átta frið­lýsingar

Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.

Innlent

Sækja að annarri stórri borg í Sýr­landi

Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag.

Erlent

Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga.

Innlent

Lítill arfur á barns­aldri dró dilk á eftir sér

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna.

Innlent

Ó­vissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi

Mikil ólga og pólitísk óvissa ríkir í Suður Kóreu eftir að forseti landsins Yoon Suk Yeol lýsti yfir neyðarlögum í dag. Síðan hefur suður kórseka þingið greitt atkvæði um að hindra lögin. Allir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, 190 af 300 þingmönnum, kusu á þann veg.

Erlent

Vilja selja öll bíla­stæða­hús borgarinnar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar.

Innlent

Bæjarstjóraskipti á á­ætlun í Hafnar­firði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og forseti bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins.

Innlent

Gleði­tár á hvarmi Fúsa við verð­launa­af­hendingu

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Innlent

Lýsir yfir her­lögum í Suður-Kóreu

Forseti Suður-Kóreu lýsti yfir neyðarherlögum í dag. Hann sakar stjórnarandstöðu landsins sem er með meirihluta á þingi um að ganga erinda Norður-Kóreu og að binda hendur ríkisstjórnar hans.

Erlent