Fréttir

Þriggja ára barn ráfaði af leik­skólanum og í Bónus

Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. 

Innlent

„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. 

Innlent

Inga ætlar ekki að biðjast af­sökunar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórn­ar­andstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir vald­haf­ar þyrftu að draga þá gömlu und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti væru tryggð.

Innlent

Spændi upp mosann á krossara

Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi.

Innlent

Reyk­víkingar fengu loksins tuttugu gráður

Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.

Veður

Sögu­legt þing, geðrof eftir með­ferð og bongóblíða

Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni.

Innlent

Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimm­tíu dögum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Innlent

Hvetja fólk til að fara spar­lega með vatn

Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

Innlent

„Ís­land er með öruggustu löndum í heimi“

Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. 

Innlent