Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Ólöf Helga í leik með Haukum. vísir/daníel þór Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara. Dominos-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira