Rúnar Kárason átti stórleik fyrir Ribe-Esbjerg í sigri á Skjern í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Heimamenn í Skjern byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina framan af leiknum. Þeir leiddu í hálfleik 14-12.
Um miðjan seinni hálfeikinn komust gestirnir yfir og þeir náðu að halda forystunni út leikinn. Lokatölur urðu 29-27 fyrir Ribe-Esbjerg eftir lokamark Rúnars á síðustu sekúndunum.
Rúnar skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur. Auk þess átti hann átta stoðsendingar. Daníel Þór Ingason skoraði fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson eitt.
Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Skjern. Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki á strik í þann tíma sem hann stóð vaktina í markinu.
Rúnar með stórleik í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



