Gary Martin varð markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar karla 2019. Enski framherjinn tryggði sér gullskóinn með því að skora tvö mörk þegar ÍBV tapaði 3-2 fyrir Stjörnunni í lokaumferðinni í dag.
Gary skoraði alls 14 mörk í sumar, tólf fyrir ÍBV og tvö fyrir Val, í aðeins 15 leikjum. Hann varð einnig markakóngur Pepsi-deildarinnar fyrir fimm árum þegar hann lék með KR. Gary fékk silfurskóinn 2013.
Steven Lennon (FH), Thomas Mikkelsen (Breiðabliki), Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) og Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) skoruðu allir 13 mörk.
Lennon spilaði fæsta leiki af þessum fjórum leikmönnum og fékk því silfurskóinn. Mikkelsen fékk bronsskóinn þar sem hann lék færri mínútur en Elfar Árni og Hilmar Árni.
Elfar Árni skoraði þrennu í 4-2 sigri KA á Fylki í dag. Lennon og Mikkelsen voru einnig á skotskónum í dag.
Hilmar Árni komst ekki á blað í dag. Hann var markahæstur fyrir lokaumferðina en endaði í 5. sæti markalistans.
Gary Martin skoraði tvö mörk í Garðabænum og nældi í gullskóinn

Tengdar fréttir

Leik lokið: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið
Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks.

Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport
Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld.

Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn
Stjarnan gerði sitt og vann ÍBV en það dugði ekki til að ná Evrópusæti. Gary Martin tók Gullskóinn.

Umfjöllun: FH - Grindavík 3-0 | FH-ingar náðu Evrópusæti
FH-ingar unnu fallna Grindvíkinga í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og tryggðu sér Evrópusæti.

Leik lokið: KA - Fylkir 4-2 | Norðanmenn tryggðu sér 5. sætið
KA tryggði sér 5. sætið með sigri á Fylkismönnum.