KA greindi frá því í gær að liðið hefði komist að samkomulagi við Helsingborg. Þá átti Daníel eftir að semjast um kaup og kjör og standast læknisskoðun en nú er það allt frágengið.
Daníel hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í sumar og er fastamaður í U21 landsliði Íslands.
Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er í 11. sæti af 16 liðum.
| Velkominn til HIF Daniel Hafsteinsson!
Läs mer https://t.co/AHJ1Q88pf0pic.twitter.com/nUgRMWwQvW
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) July 17, 2019