Andri Rúnar Bjarnason (1990) has signed for Kaiserslautern. Congrats#TeamTotalFootballpic.twitter.com/j4IOBJ9ve6
— Total Football (@totalfl) June 17, 2019
Kaiserslautern endaði í 9. sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili en síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir þetta fornfræga félag.
Eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild á Íslandi sumarið 2017 fór Andri til Helsingborg sem var þá í sænsku B-deildinni.
Helsingborg vann B-deildina í fyrra og Andri var markakóngur hennar með 16 mörk.
Andri skoraði þrjú mörk í átta leikjum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið er í 14. sæti eftir tólf umferðir.
Öll mörk Andra fyrir Helsingborg má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.