Valdís endaði þriðja og er örugg með keppnisrétt á næsta ári Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:15 Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira