Enska knattspyrnusambandið ákvað nú síðdegis að reka þjálfara kvennalandsliðsins, Mark Sampson, fyrir óviðeigandi og óafsakanlega hegðun.
Sampson var sakaður um kynþáttafordóma og landsliðskonan Eni Aluko sagði meðal annars að Sampson hefði tjáð henni að hún ætti að passa að ættingjar hennar frá Nígeríu kæmu ekki með ebóluveiruna á landsleik.
Sampson hafði áður verið sakaður um fordóma en enska knattspyrnusambandið aðhafðist ekkert í málinu. Í tvígang rannsakaði hún mál Sampson en komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki brotið af sér. Nú síðast var hann hreinsaður af ásökunum fyrr á árinu.
Þessi 34 ára gamli Walesverji tók við enska landsliðinu í lok árs árið 2013.
Búið að reka Sampson

Tengdar fréttir

Skammast mín fyrir að vera hluti af kvennaboltanum
Enska landsliðskonan Eni Aluko gerði allt vitlaust á Englandi er hún sakaði landsliðsþjálfarann, Mark Sampson, um kynþáttafordóma.

Mark Sampson að hætta með enska landsliðið í skugga ásakana um kynþáttafordóma
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Mark Sampson muni hætta sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta og það verði tilkynnt síðar í dag.

Sakar landsliðsþjálfarann um kynþáttafordóma
Þjálfarinn óttaðist að ættingjar leikmannsins frá Nígeríu kæmu með ebólu-vírusinn á Wembley.

Landsliðsþjálfarinn nýtur stuðnings sambandsins þrátt fyrir ásakanir
Enska knattspyrnusambandið telur að Mark Sampson hafi ekki haft rangt við.

Chelsea styður Aluko: Hvers konar mismunun hryllileg
Landsliðsþjálfari Englands liggur undir alvarlegum ásökunum um kynþáttafordóma.