Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24.
Framkonur geta þakkað Guðrúnu Ósk Maríasdóttir fyrir stigið en hún varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Íslandsmeistara Fram með sjö mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex, þar af fjögur í fyrri hálfleik. Aðeins fimm leikmenn Fram komust á blað í kvöld.
Lovísa skoraði sex mörk fyrir Gróttu og þær Unnur Ómarsdóttir og Kristjana Björk Steinarsdóttir sitt hvor fimm mörkin.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók myndirnar hér að neðan.
Mörk Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5/2, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2.
Mörk Gróttu:
Lovísa Thompson 6, Unnur Ómarsdóttir 5/1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 5, Þóra Guðný Arnarsdóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Guðrún Þorláksdóttir 1.
