Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Eitt stig niðurstaðan. vísir/epa Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira