FIFA leikirnir njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan en þeir hafa verið gefnir út árlega síðan árið 1993. Nýjasta útgáfa leiksins verður gefin út í lok þessa mánaðar eða þann 29. september.
Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hefur verið iðið við að bæta alls kyns nýjungum í leikina í gegnum tíðina og á því er engin breyting í ár. Sú nýjung verður í FIFA 17 að stuðningsmannaóp og söngvar munu heyrast í bakgrunni á meðan á leikjum stendur.
Meðal þeirra eru stuðningsmannaóp og söngvar liða í ensku og spænsku úrvalsdeildinni og að sjálfögðu „húh-ið” eins og áður segir en það mun að öllum líkindum halda áfram sigurför sinni um heiminn.
Hægt er að hlusta á útgáfu FIFA 17 af víkingaklappinu hér að neðan. Dæmi svo hver fyrir sig hvernig útkoman er.