Axel Stefánsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik.
Axel tekur við liðinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir rúm fimm ár við stjórnvölinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ.
Þjálfarinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu ár og þjálfað B-landslið Noregs sem og unglingalandslið í kvennaflokki.
Norðmenn hafa verið í fremsta flokki í kvennahandboltanum í mörg ár og Axel ætti því að koma með mikla þekkingu inn í kvennahandboltann á Íslandi.
Axel er Akureyringar og var lengi frambærilegur markvörður í efstu deild. Hann útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Norges Idrettshögskolen árið 2002. Hann þjálfaði Þór áður en hann flutti utan til þess að þjálfa Elverum. Hann hefur verið í Noregi síðan.
Hann mun halda áfram að búa í Noregi samhliða þjálfun landsliðsins. Hann mun verða með aðstoðarþjálfara á Íslandi sem á eftir að ráða.
Axel tekur við kvennalandsliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn



Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn