SpaceX ætlar til Mars árið 2018 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 19:38 Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018. Mynd/SpaceX Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi.
Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38