SpaceX ætlar til Mars árið 2018 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 19:38 Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018. Mynd/SpaceX Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi.
Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38