Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 14:15 Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Einar er ákærður auk félagsins Skajaquoda ehf. sem hann var forsvari fyrir. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír aðilar Einar í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund.Sjá einnig: Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Fénu ráðstafaði Einar hins vegar í eigin þágu „eða annars með þeim hætti að ekki tengdist eða gat samrýmst ætluðum fjárfestingum brotaþola. Brotaþolar hafa ekkert endurheimt af fé sínu. Hafði ákærði þannig fé af brotaþolum með blekkinugm,“ að því er segir í ákæru. Þessi meintu brot áttu sér stað á árunum 2010 g 2011. Í ákæru segir að blekkingar Einars hafi frá upphafi falist í því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingasjóðinn, „sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Á Einar meðal annars að hafa sent fjárfestunum upplýsingar um hvers eðlis fjárfestingar sjóðsins voru og hver hagnaðarvonin gæti orðið. Voru allar þessar upplýsingar hins vegar „tilbúningur ákærða þar sem sjóðurinn hafði aldrei verið stofnaður og því síður starfræktur.“ Einar kom upplýsingum til fjárfestanna meðal annars með skriflegum yfirlitum og tveimur fréttabréfum fyrir sjóðsfélaga, að því er kemur fram í ákæru.Sjá einnig: Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Í öðrum lið ákærunnar eru Einari síðan gefin að sök fjársvik þegar hann tók við 272.000 evrum, sem þá var jafnvirði tæplega 45 milljóna króna, frá einum aðila sem líkt og hinir þrír taldi að peningurinn færi í fjárfestingar í fjárfestingasjóði. Svo var ekki. Greiðslan fór fram í nóvember 2012 en Einar er ákærður fyrir brot á fjögurra ára tímabili, frá 2009 til 2013. Um þetta segir í ákæru: „Blekkingar ákærða gagnvart brotaþola áttu sér stað á árunum fyrir greiðslu brotaþola, í aðdraganda greiðslunnar og einnig eftir hana. Blekkingarnar fólust einkum í því að halda frá upphafi að brotaþola röngum upplýsingum um sjálfa tilvist fjárfestingasjóðsins Skajaquoda Fund, sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Líkt og í hinu tilfellinu hélt Einar þeim sem lagði honum til fé upplýstum um stöðuna í fjárfestingasjóðnum, svo sem um eðli fjárfestinga, hagnaðarvon og ávöxtun á fyrri tímabilum. Ákæra sérstaks saksóknara, sem nú er reyndar héraðssaksóknara, er ítarleg en auk þessara tveggja ákæruliða eru fimm ákæruliðir til viðbótar. Er Einar meðal annars ákærður fyrir meiriháttar brot gegn lögum á gjaldeyrislögum og fyrir skjalafals í tengslum við fjársvikin auk þess sem félagi Einars, Skajaquoda, er gert að sæta upptöku á 67,5 milljónum króna vegna brotanna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.Uppfært klukkan 16.20: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var ranglega sagt í fyrirsögn að sakarefnið væru skattsvik. Hið rétta er að um fjársvik er að ræða og hefur það nú verið lagfært. Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Einar er ákærður auk félagsins Skajaquoda ehf. sem hann var forsvari fyrir. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír aðilar Einar í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund.Sjá einnig: Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Fénu ráðstafaði Einar hins vegar í eigin þágu „eða annars með þeim hætti að ekki tengdist eða gat samrýmst ætluðum fjárfestingum brotaþola. Brotaþolar hafa ekkert endurheimt af fé sínu. Hafði ákærði þannig fé af brotaþolum með blekkinugm,“ að því er segir í ákæru. Þessi meintu brot áttu sér stað á árunum 2010 g 2011. Í ákæru segir að blekkingar Einars hafi frá upphafi falist í því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingasjóðinn, „sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Á Einar meðal annars að hafa sent fjárfestunum upplýsingar um hvers eðlis fjárfestingar sjóðsins voru og hver hagnaðarvonin gæti orðið. Voru allar þessar upplýsingar hins vegar „tilbúningur ákærða þar sem sjóðurinn hafði aldrei verið stofnaður og því síður starfræktur.“ Einar kom upplýsingum til fjárfestanna meðal annars með skriflegum yfirlitum og tveimur fréttabréfum fyrir sjóðsfélaga, að því er kemur fram í ákæru.Sjá einnig: Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Í öðrum lið ákærunnar eru Einari síðan gefin að sök fjársvik þegar hann tók við 272.000 evrum, sem þá var jafnvirði tæplega 45 milljóna króna, frá einum aðila sem líkt og hinir þrír taldi að peningurinn færi í fjárfestingar í fjárfestingasjóði. Svo var ekki. Greiðslan fór fram í nóvember 2012 en Einar er ákærður fyrir brot á fjögurra ára tímabili, frá 2009 til 2013. Um þetta segir í ákæru: „Blekkingar ákærða gagnvart brotaþola áttu sér stað á árunum fyrir greiðslu brotaþola, í aðdraganda greiðslunnar og einnig eftir hana. Blekkingarnar fólust einkum í því að halda frá upphafi að brotaþola röngum upplýsingum um sjálfa tilvist fjárfestingasjóðsins Skajaquoda Fund, sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Líkt og í hinu tilfellinu hélt Einar þeim sem lagði honum til fé upplýstum um stöðuna í fjárfestingasjóðnum, svo sem um eðli fjárfestinga, hagnaðarvon og ávöxtun á fyrri tímabilum. Ákæra sérstaks saksóknara, sem nú er reyndar héraðssaksóknara, er ítarleg en auk þessara tveggja ákæruliða eru fimm ákæruliðir til viðbótar. Er Einar meðal annars ákærður fyrir meiriháttar brot gegn lögum á gjaldeyrislögum og fyrir skjalafals í tengslum við fjársvikin auk þess sem félagi Einars, Skajaquoda, er gert að sæta upptöku á 67,5 milljónum króna vegna brotanna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.Uppfært klukkan 16.20: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var ranglega sagt í fyrirsögn að sakarefnið væru skattsvik. Hið rétta er að um fjársvik er að ræða og hefur það nú verið lagfært.
Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20