Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2015 21:53 „Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Myndir/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“
Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira