Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 30-31 | Svekkjandi tap gegn Slóvenum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. ágúst 2015 09:19 Aron Pálsson í leiknum í dag Vísir/Facebook-síða mótsins Ísland tapaði sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti U19 í handbolta í dag í 31-30 tapi gegn Slóveníu í undanúrslitunum. Slóvenska liðið sneri taflinu við á seinustu tíu mínútum leiksins eftir að íslensku strákarnir höfðu leitt í leiknum fram að því. Líkt og íslenska liðið var það slóvenska ósigrað fyrir leik dagsins. Slóvenar unnu fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli í riðlakeppninni gegn Frakklandi og lögðu Króatíu og Noreg í útsláttarkeppninni. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Neyddist þjálfari slóvenska liðsins til þess að taka leikhlé en íslenska liðið hélt leiknum í höndum sér í fyrri hálfleik. Voru hraðaupphlaupin að virka eins og í sögu og varnarleikurinn hélt vel fyrir framan Grétar Atla í íslenska markinu. Tókst íslenska liðinu fyrir vikið að halda öruggu forskoti allan fyrri hálfleikinn og leiddi í hálfelik 15-11. Það var allt annað að sjá til liðanna í seinni hálfleik en slóvenska liðið komst upp á lagið í sóknarleik sínum um leið og sóknarleikur íslenska liðsins varð stirðari. Smátt og smátt söxuðu Slóvenar á forskot íslenska liðsins og náðu að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Virtust íslensku strákarnir einfaldlega rotaðir á fimm mínútna kafla sem slóvenska liði hafði betur 5-1 og náði tveggja marka forskoti þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Strákunum okkar tókst að minnka muninn í tvígang en alltaf náðu leikmenn slóvenska liðsins að svara með mörkum og gafst einfaldlega ekki tími til þess að jafna metin. Munu Strákarnir okkar því leika upp á bronsið á morgun gegn Spánverjum eða Frökkum en þeir voru grátlega nálægt því að komast í úrslitin. Vantaði herslumuninn í varnarleik liðsins í seinni hálfleik þegar uppi er staðið.Hákon Styrmisson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með sjö mörk en skyttan Egill Magnússon bætti við öðrum sex. Í markinu varði Grétar Ari Guðjónsson 15 skot af 45, alls 33,3% markvarsla. Textalýsingu frá leiknum má lesa hér fyrir neðan. 60:00 Þetta var grátlegt! Töpum með eins marks mun. Slóvenar brjóta sér leið í gegnum miðja vörn Íslands og koma muninum aftur upp í tvö mörk þegar hálf mínúta er til leiksloka. Íslenska liðið nær að minnka muninn á ný en nær ekki að stela boltanum á þeim tíu sekúndum sem voru til leiksloka. Ísland 30-31 Slóvenía. 59:00 Íslenska liðið minnkar muninn en Slóvenar bæta við öðru eftir langa sókn. Egill minnkar aftur muninn, ein mínúta eftir. 57:30 Tapaður bolti og slóvenska liðið heldur í sókn. Egill Magnússon liggur eftir en hann fékk höfuðhögg við að taka frákast af skoti slóvenska liðsins. 57:00 29-27 fyrir Slóveníu og Einar tekur leikhlé. Það er enn nægur tími en íslenska vörnin þarf að fara að vakna til lífsins. Slóvenar búnir að setja átján mörk hérna í seinni. 56:00 Útsendingin ekki upp á sitt besta rétt eins og íslenska liðið. Slóvenska liðið komið yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar fjórar mínútur eru eftir. Koma svo strákar!! Ísland 27-28 Slóvenía. 53:30 Slóvenar að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum. Ísland búið að leiða frá fyrstu mínútu. Ísland 26-26 Slóvenía. 52:00 Þvílík mínúta. Töpum boltanum en Grétar bjargar íslenska liðinu gegn hraðaupphlaupi. Íslenska liðið svarar með hraðaupphlaupi og munurinn kominn í tvö. Ísland 26-24 Slóvenía. 51.00 Munurinn kominn í eitt mark og Einar tekur leikhlé. Ísland 25-24 Slóvenía. 50:00 Tíu mínútur eftir. Gegn Noregi og Brasilíu keyrðu íslensku strákarnir yfir andstæðinga sína á lokamínútunum. 49:00 Úff. Hákon fékk dauðafæri til þess að koma muninum aftur upp í fjögur mörk. Galopinn í horninu en markmaðurinn ver glæsilega og Slóvenar svara með marki. Munurinn aftur í tvö mörk. Ísland 25-23 Slóvenía. 47:00 Munurinn kominn aftur niður í tvö mörk. Ísland manni fleiri næstu tvær mínúturnar. 45:00 Erum í smá vandræðum með beinu útsendinguna, höktir töluvert en við reynum að uppfæra hér eins og við getum. 41:00 Jæja loksins kemur markvarsla. Erum manni fleiri og náum aftur þriggja marka forskoti. Höfum hleypt löndum nálægt okkur áður á mótinu en alltaf keyrt á mótherjana á lokamínútum leiksins. Ísland 21-18 Slóvenía. 40:00 Úff. Munurinn kominn niður í eitt mark. Koma svo strákar! 39:00 Strákarnir þurfa að vakna í varnarleiknum. Slóvenar komnir með sex mörk eftir níu mínútur. Ísland 19-17 Slóvenía. 37:00 Jæja þá erum við mætt af stað á ný. Slóvenska liðið er búið að minnka muninn niður í tvö mörk. Ísland 18-16 Slóvenía. 30:00 Hálfleikur í Rússlandi og íslenska liðið leiðir með 4 mörkum. Frábær varnarleikur hefur skilað sér í fjölda hraðaupphlaupa hér í fyrri hálfleik og fyrir aftan vörnina hefur Grétar staðið sig vel. Vonandi ná strákarnir að halda þessu áfram í seinni. Ísland 15-11 Slóvenía. 29:00 Óðinn nær að skjótast á milli markmanns og varnarmanns til þess að ná sendingu Grétars og setur boltann í autt netið. Ísland 15-10 Slóvenía. 26:00 Grétar með enn eina markvörsluna. Hefur farið vel af stað í þessum leik og íslenska liðið bætir við marki af línunni. Munurinn kominn aftur upp í fjögur mörk, Ísland 13-9 Slóvenía. 25:00 Það var laglegt. Styrmir stelur boltanum og kemst í hraðaupphlaup. Ísland 11-8 Slóvenía. 24:30 Slóvensk skytta með þrumufleyg beint í andlitið á Grétari sem virðist hálf vankaður fyrstu sekúndurnar en ætlar að halda leik áfram. 24:00 Glæsilegt. Náum að stöðva blæðinguna, Ómar Magnússon með langskot niðri í hornið. Ísland 10-8 Slóvenía. 22:00 Vörn Slóvenana komin af stað. Tveir tapaðir boltar og Slóvenar svara með tveimur mörkum. Þá verður íslenska liðið manni færri næstu tvær mínúturnar. Ísland 9-7 Slóvenía 20:00 Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, tekur leikhlé. Segir strákunum að róa sig örlítið í sóknarleiknum en hann getur ekki kvartað undan varnarleiknum og markvörslu hingað til. 19:00 Munurinn fjögur mörk þegar ellefu mínútur eru til hálfleiks. Grétar Atli er kominn af stað og ver hvert skotið á fætur öðrum. Ísland 9-5 Slóvenía. 17:00 Enn eitt hraðaupphlaupsmarkið hjá íslenska liðinu og Grétar fylgir því með frábærri markvörslu. 15:00 Varnarleikurinn og markvarslan til fyrirmyndar í upphafi leiks. Slóvenar aðeins búnir að setja fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Ísland 7-4 Slóvenía. 12:00 Tapaður bolti hjá slóvenska liðinu og að vanda er Óðinn mættur í hraðaupphlaup. Hann einfaldlega klúðrar ekki svona færum. Ísland 7-4 Slóvenía. 10:00 Tvö varin skot í röð hjá Grétari. Það væri frábært ef hann færi í gang hérna. Svo kemur þriðja skotið í röð strax í næstu sókn. Meira af þessu takk fyrir! 08:00 Strákarnir að spila fasta vörn sem slóvenska liðið á í vandræðum með. Reyna erfitt skot og Grétar Atli tekur sinn fyrsta bolta í markinu. Ísland 6-3 Slóvenía. 06:00 Jæja þá tekst slóvenska liðinu að komast á blað en íslenska liðinu tekst að svara með marki úr opnum leik. Egill fer vel af stað þrátt fyrir að vera með gat á hausnum. Slóvenar svara með tveimur mörkum. Ísland 5-3 Slóvenía 04:00 Þjálfari tekur Slóveníu tekur leikhlé enda íslenska liðið að keyra yfir Slóvenana í upphafi leiks. Frábær byrjun. Ísland 4-0 Slóvenía. 03:30 Egill Magnússon fékk gat á hausinn í gær og er vel vafinn inn. Kemur ekki að sök, hann stelur boltanum og íslensku strákarnir keyra í þriðja hraðaupphlaupið! Þvílík byrjun hjá íslensku strákunum. Óðinn með tvö, Hákon með eitt og Egill með eitt. 02:00 Glæsileg byrjun. Vörnin byrjar af krafti, hávörnin tekur fyrsta boltann og stolinn bolti strax í kjölfari þess. Fáum tvö hraðaupphlaup í kjölfari þess. Ísland 2-0 Slóvenía. 01:00 Þá erum við farin af stað. Strákarnir eru í hvítu búningunum og halda í sókn. Fá tvö góð tækifæri í fyrstu sókn en markmaður slóvenska liðsins ver vel. Fyrir leik: Strákarnir taka vel undir þjóðsönginn, alvöru menn! Fyrir leik: Dómaraparið í dag kemur frá Argentínu. Fyrir leik: Jæja þá er beina útsendingin komin aftur á stað. Hálftími í leik. Fyrir leik: Íslenski fáninn í stúkunni. Þjálfari liðsins sagði mér að þetta væri afi Arnars og að hann hefði litið við í skoðunarferðir með liðinu. Alvöru maður sem ferðast alla leiðina með liðinu og sendum við okkar bestu kveðjur til hans. Fyrir leik: Danmörk og Svíþjóð voru að ljúka leik og nú koma strákarnir okkar út á gólfið í upphitun. Menn hita upp með því að halda bolta á lofti. Fyrir leik: Óðinn Ríkharðsson hefur vakið verðskuldaða athygli á mótinu en hann er markahæstur þrátt fyrir að vera ekki vítaskytta íslenska liðsins. Hefur hann verið eins og elding í hraðaupphlaupum liðsins. Fyrir leik: Þetta er í annað sinn sem Einar kemst í undanúrslit með lið sitt en árið 2009 komst íslenska liðið í undanúrslit. Voru Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson valdir í úrvalsliðið á því móti. Fyrir leik: Einar Guðmundsson, þjálfari liðsins, fór fögrum orðum um liðið í samtali við Fréttablaðið í gær en hann sagði strákana sína einstaklega vel gefna og að það væri sannkallaður draumur að þjálfa þá. Fyrir leik: Jæja góðan daginn. Það er sannkallaður stórleikur framundan hjá íslenska liðinu sem kemst í úrslitaleikinn með sigri á Slóveníu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Slóvenar mótherjar Íslands í undanúrslitunum Íslenska liðið mætir því slóvenska í undanúrslitum á HM U19 árs í handknattleik á fimmtudaginn en þetta varð ljóst eftir sigur Slóvena á Noregi rétt í þessu. 17. ágúst 2015 14:29 Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00 Grétari Ara hrósað af handboltagoðsögn Andrey Lavrov, fyrrum markvörður í rússneska landsliðinu, segir að Grétar Ari Guðjónsson sé einn þriggja markavarða sem hafi hrifið sig á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 14. ágúst 2015 21:15 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Óðinn og Ómar Ingi báðir meðal fimm markahæstu manna á HM Óðinn Rikharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa skorað flest mörk allra íslensku strákanna í fyrstu fjórum leikjum íslenska 19 ára landsliðsins á HM í Rússlandi. 13. ágúst 2015 14:00 Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05 Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30 Umfjöllun: Ísland - Brasilía 32-27 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins réði úrslitunum Íslenska U19 árs landsliðið tryggði sæti sitt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Brasilíu í dag en leikurinn vannst á glæsilegum lokakafla. 17. ágúst 2015 09:12 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Ísland tapaði sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti U19 í handbolta í dag í 31-30 tapi gegn Slóveníu í undanúrslitunum. Slóvenska liðið sneri taflinu við á seinustu tíu mínútum leiksins eftir að íslensku strákarnir höfðu leitt í leiknum fram að því. Líkt og íslenska liðið var það slóvenska ósigrað fyrir leik dagsins. Slóvenar unnu fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli í riðlakeppninni gegn Frakklandi og lögðu Króatíu og Noreg í útsláttarkeppninni. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Neyddist þjálfari slóvenska liðsins til þess að taka leikhlé en íslenska liðið hélt leiknum í höndum sér í fyrri hálfleik. Voru hraðaupphlaupin að virka eins og í sögu og varnarleikurinn hélt vel fyrir framan Grétar Atla í íslenska markinu. Tókst íslenska liðinu fyrir vikið að halda öruggu forskoti allan fyrri hálfleikinn og leiddi í hálfelik 15-11. Það var allt annað að sjá til liðanna í seinni hálfleik en slóvenska liðið komst upp á lagið í sóknarleik sínum um leið og sóknarleikur íslenska liðsins varð stirðari. Smátt og smátt söxuðu Slóvenar á forskot íslenska liðsins og náðu að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Virtust íslensku strákarnir einfaldlega rotaðir á fimm mínútna kafla sem slóvenska liði hafði betur 5-1 og náði tveggja marka forskoti þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Strákunum okkar tókst að minnka muninn í tvígang en alltaf náðu leikmenn slóvenska liðsins að svara með mörkum og gafst einfaldlega ekki tími til þess að jafna metin. Munu Strákarnir okkar því leika upp á bronsið á morgun gegn Spánverjum eða Frökkum en þeir voru grátlega nálægt því að komast í úrslitin. Vantaði herslumuninn í varnarleik liðsins í seinni hálfleik þegar uppi er staðið.Hákon Styrmisson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með sjö mörk en skyttan Egill Magnússon bætti við öðrum sex. Í markinu varði Grétar Ari Guðjónsson 15 skot af 45, alls 33,3% markvarsla. Textalýsingu frá leiknum má lesa hér fyrir neðan. 60:00 Þetta var grátlegt! Töpum með eins marks mun. Slóvenar brjóta sér leið í gegnum miðja vörn Íslands og koma muninum aftur upp í tvö mörk þegar hálf mínúta er til leiksloka. Íslenska liðið nær að minnka muninn á ný en nær ekki að stela boltanum á þeim tíu sekúndum sem voru til leiksloka. Ísland 30-31 Slóvenía. 59:00 Íslenska liðið minnkar muninn en Slóvenar bæta við öðru eftir langa sókn. Egill minnkar aftur muninn, ein mínúta eftir. 57:30 Tapaður bolti og slóvenska liðið heldur í sókn. Egill Magnússon liggur eftir en hann fékk höfuðhögg við að taka frákast af skoti slóvenska liðsins. 57:00 29-27 fyrir Slóveníu og Einar tekur leikhlé. Það er enn nægur tími en íslenska vörnin þarf að fara að vakna til lífsins. Slóvenar búnir að setja átján mörk hérna í seinni. 56:00 Útsendingin ekki upp á sitt besta rétt eins og íslenska liðið. Slóvenska liðið komið yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar fjórar mínútur eru eftir. Koma svo strákar!! Ísland 27-28 Slóvenía. 53:30 Slóvenar að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum. Ísland búið að leiða frá fyrstu mínútu. Ísland 26-26 Slóvenía. 52:00 Þvílík mínúta. Töpum boltanum en Grétar bjargar íslenska liðinu gegn hraðaupphlaupi. Íslenska liðið svarar með hraðaupphlaupi og munurinn kominn í tvö. Ísland 26-24 Slóvenía. 51.00 Munurinn kominn í eitt mark og Einar tekur leikhlé. Ísland 25-24 Slóvenía. 50:00 Tíu mínútur eftir. Gegn Noregi og Brasilíu keyrðu íslensku strákarnir yfir andstæðinga sína á lokamínútunum. 49:00 Úff. Hákon fékk dauðafæri til þess að koma muninum aftur upp í fjögur mörk. Galopinn í horninu en markmaðurinn ver glæsilega og Slóvenar svara með marki. Munurinn aftur í tvö mörk. Ísland 25-23 Slóvenía. 47:00 Munurinn kominn aftur niður í tvö mörk. Ísland manni fleiri næstu tvær mínúturnar. 45:00 Erum í smá vandræðum með beinu útsendinguna, höktir töluvert en við reynum að uppfæra hér eins og við getum. 41:00 Jæja loksins kemur markvarsla. Erum manni fleiri og náum aftur þriggja marka forskoti. Höfum hleypt löndum nálægt okkur áður á mótinu en alltaf keyrt á mótherjana á lokamínútum leiksins. Ísland 21-18 Slóvenía. 40:00 Úff. Munurinn kominn niður í eitt mark. Koma svo strákar! 39:00 Strákarnir þurfa að vakna í varnarleiknum. Slóvenar komnir með sex mörk eftir níu mínútur. Ísland 19-17 Slóvenía. 37:00 Jæja þá erum við mætt af stað á ný. Slóvenska liðið er búið að minnka muninn niður í tvö mörk. Ísland 18-16 Slóvenía. 30:00 Hálfleikur í Rússlandi og íslenska liðið leiðir með 4 mörkum. Frábær varnarleikur hefur skilað sér í fjölda hraðaupphlaupa hér í fyrri hálfleik og fyrir aftan vörnina hefur Grétar staðið sig vel. Vonandi ná strákarnir að halda þessu áfram í seinni. Ísland 15-11 Slóvenía. 29:00 Óðinn nær að skjótast á milli markmanns og varnarmanns til þess að ná sendingu Grétars og setur boltann í autt netið. Ísland 15-10 Slóvenía. 26:00 Grétar með enn eina markvörsluna. Hefur farið vel af stað í þessum leik og íslenska liðið bætir við marki af línunni. Munurinn kominn aftur upp í fjögur mörk, Ísland 13-9 Slóvenía. 25:00 Það var laglegt. Styrmir stelur boltanum og kemst í hraðaupphlaup. Ísland 11-8 Slóvenía. 24:30 Slóvensk skytta með þrumufleyg beint í andlitið á Grétari sem virðist hálf vankaður fyrstu sekúndurnar en ætlar að halda leik áfram. 24:00 Glæsilegt. Náum að stöðva blæðinguna, Ómar Magnússon með langskot niðri í hornið. Ísland 10-8 Slóvenía. 22:00 Vörn Slóvenana komin af stað. Tveir tapaðir boltar og Slóvenar svara með tveimur mörkum. Þá verður íslenska liðið manni færri næstu tvær mínúturnar. Ísland 9-7 Slóvenía 20:00 Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, tekur leikhlé. Segir strákunum að róa sig örlítið í sóknarleiknum en hann getur ekki kvartað undan varnarleiknum og markvörslu hingað til. 19:00 Munurinn fjögur mörk þegar ellefu mínútur eru til hálfleiks. Grétar Atli er kominn af stað og ver hvert skotið á fætur öðrum. Ísland 9-5 Slóvenía. 17:00 Enn eitt hraðaupphlaupsmarkið hjá íslenska liðinu og Grétar fylgir því með frábærri markvörslu. 15:00 Varnarleikurinn og markvarslan til fyrirmyndar í upphafi leiks. Slóvenar aðeins búnir að setja fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Ísland 7-4 Slóvenía. 12:00 Tapaður bolti hjá slóvenska liðinu og að vanda er Óðinn mættur í hraðaupphlaup. Hann einfaldlega klúðrar ekki svona færum. Ísland 7-4 Slóvenía. 10:00 Tvö varin skot í röð hjá Grétari. Það væri frábært ef hann færi í gang hérna. Svo kemur þriðja skotið í röð strax í næstu sókn. Meira af þessu takk fyrir! 08:00 Strákarnir að spila fasta vörn sem slóvenska liðið á í vandræðum með. Reyna erfitt skot og Grétar Atli tekur sinn fyrsta bolta í markinu. Ísland 6-3 Slóvenía. 06:00 Jæja þá tekst slóvenska liðinu að komast á blað en íslenska liðinu tekst að svara með marki úr opnum leik. Egill fer vel af stað þrátt fyrir að vera með gat á hausnum. Slóvenar svara með tveimur mörkum. Ísland 5-3 Slóvenía 04:00 Þjálfari tekur Slóveníu tekur leikhlé enda íslenska liðið að keyra yfir Slóvenana í upphafi leiks. Frábær byrjun. Ísland 4-0 Slóvenía. 03:30 Egill Magnússon fékk gat á hausinn í gær og er vel vafinn inn. Kemur ekki að sök, hann stelur boltanum og íslensku strákarnir keyra í þriðja hraðaupphlaupið! Þvílík byrjun hjá íslensku strákunum. Óðinn með tvö, Hákon með eitt og Egill með eitt. 02:00 Glæsileg byrjun. Vörnin byrjar af krafti, hávörnin tekur fyrsta boltann og stolinn bolti strax í kjölfari þess. Fáum tvö hraðaupphlaup í kjölfari þess. Ísland 2-0 Slóvenía. 01:00 Þá erum við farin af stað. Strákarnir eru í hvítu búningunum og halda í sókn. Fá tvö góð tækifæri í fyrstu sókn en markmaður slóvenska liðsins ver vel. Fyrir leik: Strákarnir taka vel undir þjóðsönginn, alvöru menn! Fyrir leik: Dómaraparið í dag kemur frá Argentínu. Fyrir leik: Jæja þá er beina útsendingin komin aftur á stað. Hálftími í leik. Fyrir leik: Íslenski fáninn í stúkunni. Þjálfari liðsins sagði mér að þetta væri afi Arnars og að hann hefði litið við í skoðunarferðir með liðinu. Alvöru maður sem ferðast alla leiðina með liðinu og sendum við okkar bestu kveðjur til hans. Fyrir leik: Danmörk og Svíþjóð voru að ljúka leik og nú koma strákarnir okkar út á gólfið í upphitun. Menn hita upp með því að halda bolta á lofti. Fyrir leik: Óðinn Ríkharðsson hefur vakið verðskuldaða athygli á mótinu en hann er markahæstur þrátt fyrir að vera ekki vítaskytta íslenska liðsins. Hefur hann verið eins og elding í hraðaupphlaupum liðsins. Fyrir leik: Þetta er í annað sinn sem Einar kemst í undanúrslit með lið sitt en árið 2009 komst íslenska liðið í undanúrslit. Voru Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson valdir í úrvalsliðið á því móti. Fyrir leik: Einar Guðmundsson, þjálfari liðsins, fór fögrum orðum um liðið í samtali við Fréttablaðið í gær en hann sagði strákana sína einstaklega vel gefna og að það væri sannkallaður draumur að þjálfa þá. Fyrir leik: Jæja góðan daginn. Það er sannkallaður stórleikur framundan hjá íslenska liðinu sem kemst í úrslitaleikinn með sigri á Slóveníu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Slóvenar mótherjar Íslands í undanúrslitunum Íslenska liðið mætir því slóvenska í undanúrslitum á HM U19 árs í handknattleik á fimmtudaginn en þetta varð ljóst eftir sigur Slóvena á Noregi rétt í þessu. 17. ágúst 2015 14:29 Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00 Grétari Ara hrósað af handboltagoðsögn Andrey Lavrov, fyrrum markvörður í rússneska landsliðinu, segir að Grétar Ari Guðjónsson sé einn þriggja markavarða sem hafi hrifið sig á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 14. ágúst 2015 21:15 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Óðinn og Ómar Ingi báðir meðal fimm markahæstu manna á HM Óðinn Rikharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa skorað flest mörk allra íslensku strákanna í fyrstu fjórum leikjum íslenska 19 ára landsliðsins á HM í Rússlandi. 13. ágúst 2015 14:00 Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05 Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30 Umfjöllun: Ísland - Brasilía 32-27 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins réði úrslitunum Íslenska U19 árs landsliðið tryggði sæti sitt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Brasilíu í dag en leikurinn vannst á glæsilegum lokakafla. 17. ágúst 2015 09:12 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00
Slóvenar mótherjar Íslands í undanúrslitunum Íslenska liðið mætir því slóvenska í undanúrslitum á HM U19 árs í handknattleik á fimmtudaginn en þetta varð ljóst eftir sigur Slóvena á Noregi rétt í þessu. 17. ágúst 2015 14:29
Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00
Grétari Ara hrósað af handboltagoðsögn Andrey Lavrov, fyrrum markvörður í rússneska landsliðinu, segir að Grétar Ari Guðjónsson sé einn þriggja markavarða sem hafi hrifið sig á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 14. ágúst 2015 21:15
Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30
Óðinn og Ómar Ingi báðir meðal fimm markahæstu manna á HM Óðinn Rikharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa skorað flest mörk allra íslensku strákanna í fyrstu fjórum leikjum íslenska 19 ára landsliðsins á HM í Rússlandi. 13. ágúst 2015 14:00
Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05
Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30
Umfjöllun: Ísland - Brasilía 32-27 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins réði úrslitunum Íslenska U19 árs landsliðið tryggði sæti sitt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Brasilíu í dag en leikurinn vannst á glæsilegum lokakafla. 17. ágúst 2015 09:12