Spænskur miðvörður á leið til Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 17:05 Fjölnismenn eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/vilhelm „Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira