Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Fjölnir 0-3 | Skagamenn áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson á Norðurálsvelli skrifar 3. júní 2015 14:42 Ólafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis. vísir/vilhelm Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira