Eldgos og jarðhræringar

Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg
Tveir skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg í gærkvöldi, klukkan 23.49 og 23.51. Fyrri skjálftinn var 2,8 að stærð og seinni 2,5.

Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauðfé í Grindavík
Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu.

Áframhaldandi landris í Svartsengi
Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur.

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð.

Skjálfti fannst í Hveragerði
Skjálfti reið yfir nálægt Hveragerði um kl. 16 og fannst í byggð. Líklega er skjálftinn um 2,9 að stærð.

Meðal stærstu skjálfta í Ljósufjallakerfi
Jörð skelfur enn á Mýrum en klukkan 18:05 mældist jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grjótárvatn. Það er meðal stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu þar til virkni hófst þar árið 2021.

Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg
Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa.

Landris mælist áfram í Svartsengi
Landris mælist áfram í Svartsengi og miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið. Jarðskjálftavirkni við kvikuganginn fer áfram dvínandi og mun uppfært hættumat að óbreyttu gilda til 18. júní.

Í hópi þeirra sem hlutu Viator Experience-verðlaunin
Lava Show hlaut á dögunum Viator Experience verðlaunin 2025 en Viator er heimsins stærsta markaðstorg á sviði ferðaþjónustu.

Skjálfti fannst vel í Hveragerði
Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í nótt um klukkan hálfþrjú á Hengilssvæðinu svokallaða.

Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu
Stærsti skjálftinn í jarðskjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, reyndist 5,1 að stærð. Yfir 160 skjálftar hafa mælst í hrinunni.

Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi
Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg, um tíu kílómetrum vestan við Eldey, fannst vel á suður- og vesturlandi klukkan 14:21. Samkvæmt frummati var skjálftinn 4,9 að stærð.

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun.

Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga
Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund.

Líkur á eldgosi aukast með haustinu
Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús
Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu
Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar.

Enn einn skjálftinn austan við Grímsey
Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem mælst hefur 3,8 að stærð.

„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“
Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir.

Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum
Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20.

Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar
Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi.

Stór skjálfti rétt hjá Grímsey
Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð um 3,2 kílómetra norðnorðaustur af Herðubreið um hálf tíu í morgun.

Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021.

Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið
Landris hefur haldið áfram í Svartsengi en hraði þess fer þó hægt minnkandi. Miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið.

Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu
Skjálfti af stærð M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa.

Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr
Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi
„Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter.

Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Englandsmeistaratitli liðsins um síðustu helgi af krafti. Svo miklum að jörð hristist.

Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá
Íslenskt vísindafólk og erlent samstarfsfólk hefur sýnt fram á hvernig hægt er að nota lágtíðnimerki í venjulegum ljósleiðarakapli til að kortleggja kvikuhreyfingar í jarðskorpunni á Reykjanesi.