Gametíví

Babe Patrol: Valda usla í Verdansk
Þær Alma, Eva, Högna og Kamila í Babe Patrol ætla að valda usla í Verdansk í kvöld.

Queens spila Apex Legends
Stelpurnar í Queens ætla að spila leikinn Apex Legends í kvöld. Fá þær með sér þá Rósinkrans og SiggaBGame til að skjóta öðrum spilurum ref fyrir rass.

GameTíví: Kveða niður drauga í Verdansk
Pörupiltarnir í GameTíví ætla að leggja leið sína til Verdansk í kvöld. Þar eru draugar allsstaðar í tilefni Hrekkjavökunnar og útlit fyrir að Dóa munu bregða töluvert.

Uppvakningaveiðar í Sandkassanum
Strákarnir í Sandkassanum ætla á uppvakningaveiðar í kvöld. Það munu þeir gera í samspilunarleiknum Back 4 Blood.

Babe Patrol: Draugagangur í Verdansk
Þær Alma, Eva, Högna og Kamila í Babe Patrol munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone. Nú er draugagangur í Verdansk í tilefni af Hrekkjavöku.

Queens skella sér í Tangó
Stelpurnar í Queens ætla að snúa bökum saman í kvöld og spila samspilunarleikinn Operation Tango. Í honum þurfa þær að setja sig í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni.

GameTíví: Sprengjuregn í Verdansk
Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í kvöld. Þar að auki verður nýr liður í streymi kvöldsins þar sem strákanir leita að fyndansta YouTube-myndbandinu.

Sandkassinn: Ruglingur og reiði í Payday
Strákarnir í Sandkassanum ætla að valda usla í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla þeir að spila Payday, sem snýst um að fremja umfangsmikil rán og verjast lögreglunni.

Yfirtaka: GunniTheGoon tekur yfir GameTíví
GunniTheGoon tekur yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann er búinn að safna liði og ætlar að spila Escape from Tarkov.

Babe Patrol spæna í aðra spilara í Verdansk
Stelpurnar í Babe Patrol munu ekki bregða af vananum í kvöld og stefna þær til Verdansk. Í Call of duty Warzone munu stelpurnar elta uppi aðra spilara og gera þá ða fórnarlömbum sínum.

Queens: Fjölmennt og spennuþrungið kvöld
Það verður fjölmennt og spennuþrungið streymi hjá Queens í kvöld. Krakkarnir í Babe Patrol og Sandkassanum munu ganga til liðs við þær og spila leikinn Deceit.

GameTíví: Förðun og Far Cry 6
Það verður margt um að vera í streymi kvöldsins hjá GameTíví. Strákarnir munu bæði spila leikinn Far Cry 6 og keppa í förðun.

Sandkassinn: Sýna þjóðinni hvernig þeir spila Apex Legends
Þeir Benni og Bjarni eru einir á dekki í Sandkassanum í kvöld. Því ætla þeir að nota tækifærið til að sýna þjóðinni hvernig þeir spila leikinn Apex Legends.

Spila til sigurs í Battlefield áður en stelpurnar herja á Verdansk
Það verður tvöfallt streymi hjá GameTíví í kvöld. Fyrst munu strákanir fá þýska Battlefield-spilarann Captum til liðs við sig og spila betun af Battlefield 2042, sem opnaði í morgun.

Queens hlaupa undan uppvakningum
Þær Valla og Móna ætla að spila leikinn Dying Light í streymi kvöldsins. Þar munu þær hlaupa undan uppvakningum og reyna að forðast önnur og verri skrímsli.

GameTíví: Kíkja á nýja FIFA fyrir ferð til Verdansk
Það verður nóg um að vera hjá strákunum í GameTíví í mánudagsstreymi kvöldsins. Fyrst ætla þeir að taka mót í FIFA 22, áður en þeir fara til Verdansk og taka leik í Warzone.

Babe Patrol fullvopnaðar í Verdansk
Stelpurnar í Babe Patrol ætla að skella sér fullvopnaðar til Verdansk. Þar ætla þær sér að skjóta mann og annann með G&T að vopni.

Queens fara í hrollvekjandi skógarferð
Stelpurnar í Queens ætla í hrollvekjandi skógarferð í streymi kvöldsins. Þær munu spila leikinn The Forest sem snýst um að lifa af á eyjum sem byggð er ógnvekjandi skrímslum.

Reyna á samvinnuna og taugarnar
Stelpurnar í Queens ætla að láta reyna að samvinnuna og taugarnar í streymi kvöldsins. Móna og Valla ætla að spila leikina Portal 2 og Devour.

GameTíví: Tólf lið keppa í fyrsta boðsmótinu í Warzone
Fyrsta boðsmót GameTíví í Warzone Mini Royale fer fram í kvöld. Þar munu tólf pör berjast um það hver standa ein eftir í Verdansk.

Sandkassinn: Æfa sig fyrir mót á morgun
Strákarnir í Sandkassanum munu verja kvöldinu í Verdansk. Þar munu þeir æfa sig fyrir mót morgundagsins.

Babe Patrol halda í víking til Verdansk
Stelpurnar í Babe Patrol ætla að skella sér til Verdansk í kvöld og munu spila Warzone í streymi kvöldsins.

Queens fá konunga í heimsókn
Stelpurnar í Queens taka í kvöld á móti sínum fyrstu gestu. Það eru þeir Daníel Rósinkrans, Nintendo-sérfræðingur Íslands, og Dói dýfumeistari.

Mánudagsstreymið: Byssur og boltar hjá GameTíví
Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í Mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu bæði spila körfubolta og fremja bankarán og þar að auki verður farið yfir það besta frá kynningu Sony í síðustu viku.

Sandkassinn: GameTíví og Queens taka höndum saman gegn Jason í Friday the 13th
GameTíví og Queens taka höndum saman í Sandkassanum í kvöld. Í streymi kvöldsins munu þau spila hryllingsleikinn Friday the 13th.

Babe Patrol: Veisla í Verdansk
Stelpurnar í Babe Patrol ætla að skella sér til Verdansk í kvöld og munu spila Warzone í streymi kvöldsins.

Queens spila A Way Out
Stelpurnar í Queens ætla að spila leikinn A Way Out í kvöld. Þá munu þær þurfa að snúa bökum saman til að sleppa úr fangelsi og komast undan yfirvöldum.

Mánudagsstreymið: Stefnir í vandræði í kvöld
Mánudagsstreymi GameTíví gengur í kvöld út á það sem strákarnir eru þekktir fyrir að eiga erfitt með. Samvinnu og þrautir.

Sandkassinn: Vélmennin stjórna Svíþjóð
Það eru bölvuð vandræði í Svíþjóð. Árið er 1989 og vélmenni hafa tekið yfir landið og myrt flesta íbúa. Þetta er sögusvið Generation Zero, sem er til skoðunar í Sandkassa GameTíví í kvöld.

GameTíví: Babe Patrol mæta til Verdansk
Stelpurnar í Babe Patrol mæta til leiks í sínum fyrsta þætti hjá GameTíví í kvöld.